,,Ótrúlegt að upplifa þetta magnaða samfélagsverkefni verða að veruleika nú á þrettándanum"

Starfsmenn Skógræktarfélags Eyjafjarðar að gera ,,tryllitækið
Starfsmenn Skógræktarfélags Eyjafjarðar að gera ,,tryllitækið" klárt Mynd Ingólfur Jóhannsson

Vikublaðið greindi frá þvi skömmu fyrir áramót að stutt væri í að nýi snjótroðarinn sem safnað var fyrir  og reyndar gott betur í samvinnu við Skógræktarfélag  Eyjafjarðar væri væntanlegur innan skamms.  Það hefur nú ræst  og er óhætt að fullyrða að það ríkir einlæg  gleði meðal starfsmanna i Kjarnaskógi og sá nýi verður tekin til kostana um helgina.

Troðarinn er af gerðinni Pistenbully og er með öllum besta búnaði sem snjótroðarar búa yfir.  ,,Það eru gleðidagar í Kjarnaskógi enda langþráður draumur að rætast og ótrúlegt að upplifa þetta magnaða samfélagsverkefni verða að veruleika nú á þrettándanum" sagði Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjafjarðar alsæll. 

 

 

Nýjast