6. nóvember - 13. nóvember - Tbl 45
Desember var ansi kaldur
Síðastliðinn desembermánuður var óvenjulega kaldur, sá kaldasti á landinu síðan 1973.
Á Akureyri var meðalhitinn -5,3 stig, 4,7 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 en 4,6 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Þetta var sjöundi kaldasti desembermánuður frá upphafi mælinga á Akureyri, og sá kaldasti síðan 1973
Snjór kom óvenju seint þennan veturinn, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Fyrsti alhvíti dagurinn á Akureyri var skráður þann 11. desember, og er það í fyrsta sinn sem ekki verður alhvítt hér fyrr en í desember. Alhvítir dagar á Akureyri voru 21, þremur fleiri en að meðaltali 1991 til 2020.
Þetta kemur fram á Komdu norður Facebooksíðu Akureyrarstofu