Fréttir

Tölvuþrjótar réðust á netþjón Háskólans á Akureyri

Í gær, miðvikudaginn 18. janúar klukkan 16:50, kom tilkynning frá Cert-IS, netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, að mögulega væru óprúttnir aðilar komnir með fótfestu á netþjóni hjá Háskólanum á Akureyri.

Lesa meira

Frístundastyrkir hækka í Norðurþingi

Markmið frístundastyrkja er að öll börn og unglingar í Norðurþingi geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum

Lesa meira

Slökkviliðs Akureyrar - Þegar hefur verið farið í yfir 50 sjúkraflug á fyrstu dögum ársins

Starfsemi Slökkvilið Akureyrar hefur aukist undanfarin ár og segir Gestur Þór Guðmundsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður að það megi m.a. rekja til aukins íbúafjölda og einnig hafi fleiri ferðamenn viðkomu á Akureyri sem og sinni liðið fleiri verkefnum utan bæjarins.

Lesa meira

Hestamannafélagið Léttir- Uppskeruhátíð barna og unglinga

Hestamannafélagið Léttir hélt á dögunum velheppnaða fjölmenna uppskeruhátíð barna og unglinga en félagið státar af flottum duglegum krökkum sem standa sig mjög vel.

Lesa meira

Breytingar i veðri og þá þarf að gæta að ýmsu.

Lögreglan hefur áhyggjur af komandi hlýindakafla  og sendi frá sér þessa punkta sem hér fylgja.  

Á morgun, föstudaginn 20. janúar, má vænta talsverðra breytinga í veðrinu hjá okkur. Það frost sem verið hefur frá því fyrir áramót gefur eftir og hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun á okkar svæði vegna asahláku.

 

Lesa meira

Þetta er ekkert grín og það kostar - Aðalsteinn Svanur Sigfússon skrifar

Auðvitað eigum við sem eigum heima á höfuðborgarsvæðinu að hafa miklu hærri laun en fólk annars staðar á landinu. Við erum framvarðarsveitin sem heimurinn horfir til. Bara svona til að nefna örfá dæmi:

Lesa meira

Hafsjór spurninga

Smáforrit ætlað til kennslu á miðstigi grunnskóla

Lesa meira

Reynsla íslenskra kvenna af alvarlegu ofbeldi í nánu sambandi

Sigríður Halldórsdóttir, prófessor við Framhaldsnámsdeild í heilbrigðisvísindum fékk á dögunum birta greinina In the Jaws of Death: Surviving Women’s Experience of Male Intimate Terrorism í tímaritinu Journal of Advanced Nursing. Tímaritið hefur ákveðið að birta greinina í opnum aðgangi í óákveðinn tíma.

Lesa meira

Sköpum heilbrigðan húsnæðismarkað

Við þekkjum það líklega flest að alvarleg staða hefur verið á íslenskum húsnæðismarkaði. Hið opinbera, bæði ríki og sveitarfélög, bera mikla ábyrgð þegar kemur að þeirri stöðu. Skort hefur samstöðu, metnað og sameiginlega framtíðarsýn hins opinbera til að bregðast við vandanum af krafti og festu. Þá ekki síst með því að styðja við tekjulága og auka framboð félagslegs húsnæðis.

 Það voru því í mínum huga stórtíðindi þegar ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS) náðu saman slíkri sýn í sumar í því sem kallast „Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum“. Í þessum samningi kemur fram samstaða um að nauðsynlegt sé að stjórnvöld tryggi uppbyggingu íbúða í samræmi við þörf, þar á meðal fyrir tekju- og eignarlága.

 

Lesa meira

Hlíðarfjall- Nýir snjótroðarar

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli fékk í morgun til umráða tvo glænýja og öfluga snjótroðara sem verða komnir á beltin og byrjaðir að troða strax á morgun. Talsvert hefur snjóað síðustu daga og voru snjóhengjur á efstu fjallabrúnum ekki álitlegar.

Snemma í morgun var því gripið til þess ráðs að nota litlar sprengjur til að setja af stað snjóflóð. Fjögur snjóflóð hlupu af stað og var eitt þeirra sýnu stærst eða á að giska 200 metrar á breidd. Vonast er til að þessar aðgerðir dragi mjög úr snjóflóðahættu og auki öryggi skíðafólks til mikilla muna.

Lesa meira