Allir geta græjað hakk og spaghetti
Miðvikudagur og þá vefst það mjög oft virkilega fyrir fólki hvað skal hafa í kvöldmatinn, Theódór Sölvi er hér með afbragðs lausn.
Theódór Sölvi Haraldsson er matreiðslumeistari með kennsluréttindi í faginu. Eiginkonan, María Sigurlaug Jónsdóttir er einnig matreiðslumeistari, „þannig að það er mikið rætt um matreiðslu á okkar heimili,“ segir hann. Þau eiga fjögur börn. Theodór kveðst hafa fengið það tækifæri að kenna á matvælabraut VMA en hann er nýbyrjaður að vinna við mötuneyti ÚA.
„Þegar ég hugsaði um hvaða uppskrift yrði fyrir valinu þá hugsaði ég um þægindi, eitthvað sem er gott og stendur fyrir sínu. Þetta réttur sem ég get gengið að vísu að yrði borðaður á mínu heimili. Það hafa flestir borðað þetta í æsku og allir ættu að geta græjað þetta í eldhúsinu heima.,“ segir hann.