Fréttir

Eining-Iðja Heldur fleiri hafa áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni

„Það virðist heldur hafa sigið á ógæfuhliðina,” segir Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju en heldur fleiri félagsmenn hafa frekar eða mjög miklar áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni. Félagið í samstarfi við AFL starfsgreinafélag fékk Gallup til að framkvæmda könnun um ýmis atriði er snerta kaup, kjör og aðstæður félagsmanna sinna.

Lesa meira

Sveitarstjóri Þingeyjarsveitar hefur látið af störfum

Á fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar í gær var tekin fyrir beiðni Jóns Hróa Finnssonar sveitarstjóra um að vera leystur frá störfum

Lesa meira

Tölvuþrjótar réðust á netþjón Háskólans á Akureyri

Í gær, miðvikudaginn 18. janúar klukkan 16:50, kom tilkynning frá Cert-IS, netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, að mögulega væru óprúttnir aðilar komnir með fótfestu á netþjóni hjá Háskólanum á Akureyri.

Lesa meira

Frístundastyrkir hækka í Norðurþingi

Markmið frístundastyrkja er að öll börn og unglingar í Norðurþingi geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum

Lesa meira

Slökkviliðs Akureyrar - Þegar hefur verið farið í yfir 50 sjúkraflug á fyrstu dögum ársins

Starfsemi Slökkvilið Akureyrar hefur aukist undanfarin ár og segir Gestur Þór Guðmundsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður að það megi m.a. rekja til aukins íbúafjölda og einnig hafi fleiri ferðamenn viðkomu á Akureyri sem og sinni liðið fleiri verkefnum utan bæjarins.

Lesa meira

Hestamannafélagið Léttir- Uppskeruhátíð barna og unglinga

Hestamannafélagið Léttir hélt á dögunum velheppnaða fjölmenna uppskeruhátíð barna og unglinga en félagið státar af flottum duglegum krökkum sem standa sig mjög vel.

Lesa meira

Breytingar i veðri og þá þarf að gæta að ýmsu.

Lögreglan hefur áhyggjur af komandi hlýindakafla  og sendi frá sér þessa punkta sem hér fylgja.  

Á morgun, föstudaginn 20. janúar, má vænta talsverðra breytinga í veðrinu hjá okkur. Það frost sem verið hefur frá því fyrir áramót gefur eftir og hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun á okkar svæði vegna asahláku.

 

Lesa meira

Þetta er ekkert grín og það kostar - Aðalsteinn Svanur Sigfússon skrifar

Auðvitað eigum við sem eigum heima á höfuðborgarsvæðinu að hafa miklu hærri laun en fólk annars staðar á landinu. Við erum framvarðarsveitin sem heimurinn horfir til. Bara svona til að nefna örfá dæmi:

Lesa meira

Hafsjór spurninga

Smáforrit ætlað til kennslu á miðstigi grunnskóla

Lesa meira

Reynsla íslenskra kvenna af alvarlegu ofbeldi í nánu sambandi

Sigríður Halldórsdóttir, prófessor við Framhaldsnámsdeild í heilbrigðisvísindum fékk á dögunum birta greinina In the Jaws of Death: Surviving Women’s Experience of Male Intimate Terrorism í tímaritinu Journal of Advanced Nursing. Tímaritið hefur ákveðið að birta greinina í opnum aðgangi í óákveðinn tíma.

Lesa meira