Reynir B. Eiríksson ráðinn framkvæmdastjóri Vélfags
FRÉTTATILKYNNING: Reynir tekur við af Bjarma Sigurgarðarssyni og Ólöfu Ýr Lárusdóttur sem verið hafa framkvæmdastjórar síðan þau stofnuðu fyrirtækið árið 1995
FRÉTTATILKYNNING: Reynir tekur við af Bjarma Sigurgarðarssyni og Ólöfu Ýr Lárusdóttur sem verið hafa framkvæmdastjórar síðan þau stofnuðu fyrirtækið árið 1995
Arna G. Valsdóttir, kennari við listnáms- og hönnunarbraut VMA og myndlistarmaður, opnaði sl. fimmtudag sýningu á verkum sínum í bókasafni Háskólans á Akureyri. Sýninguna kallar Arna Öll þessi augnablik og sýnir hún kyrrmyndir eða augnablik úr myndbandsverkum sem hún hefur unnið og er að vinna að. Í sýningarskrá segir að kyrrur hafi oft verið hluti myndbandssýninga Örnu en séu nú settar í aðalhlutverk í fyrsta skipti.
Ólafur Rúnar Ólafsson Hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður skiptastjóri yfir N4 en fyrirtækið óskaði eftir gjaldþrotaskiptum s.l. föstudag eins og kunnugt er eftir að tilraunir til að tryggja framtíð þess báru ekki árangur.
Enginn sótti um fimm fjölbýlishúsalóðir sem auglýstar voru við Miðholt í Holtahverfi á Akureyri, en frestur er runninn út. Um er að ræða fimm lóðir þar sem heimilt er að byggja tveggja hæða fjölbýlishús ásamt kjallara. Gert er ráð fyrir að í hverju húsi verði 6 íbúðir.
Akureyringum gefst kostur á að upplifa franska menningu
Slökkvilið Akureyrar í Hrísey fékk í dag afhendan nýjan slökkvibíl af gerðinni Mercedes Benz Sprinter árgerð 2008. Nýi bíllinn leysir af hólmi eldri slökkvibíl eyjarinnar, MAN árgerð 1987 sem Hríseyjarhreppur keypti árið 2003
Í gær var undirritaður nýr kjarasamningur milli Framsýnar/Þingiðnar og PCC á Bakka. Samningurinn gildir frá 1. nóvember sl. til 31. janúar 2024. Kjarasamningurinn er sambærilegur kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands/Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins sem um 86% félagsmanna Framsýnar samþykktu í atkvæðagreiðslu.
Þegar veður er með þeim hætti sem nú er og hugsunin hvað ætla ég nú að hafa í matinn í kvöld grípur mann er gott að fá hugmynd og þú færð hana hér á vefnum og alls ekki slæma.
Mánaðarlega eru gefnar út starfsemistölur fyrir sjúkrahúsið og má sjá ítarlegri upplýsingar í meðfylgjandi skjali (PDF).
Starfsemistölur fyrir janúar 2023
Helstu starfsemistölur eru þær að fjöldi dvalardaga í janúar árið 2023 eru 2689 og er meðalfjöldi legudaga 4,7. Flestir sjúklinganna eru lagðir inn í bráðainnlögn en þær eru tæplega 76% af heildarinnlögnum. Að meðaltali liggja 6,7 sjúklingar inni á hverjum tíma sem eru búnir í meðferð og bíða eftir endurhæfingu eða plássi á hjúkrunarheimili. Rúmanýting á lyflækninga- og skurðlækningadeild er rúmlega 93,1% í janúar.