27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Gamli golfskálinn á Húsavík brennur
Í morgun klukkan 10 hófst æfing hjá slökkviliði Norðurþings við gamla golfskálann á Húsavík.
Kveikt var í skálanum laust fyrir klukkan 11 þar sem allt tiltækt slökkvilið fékk sjaldgæft tækifæri til að æfa slökkvistarf við alvöru aðstæður. Á
Ágúst Óskarsson er af fjölda sjálfboðaliða sem tek þátt í æfingunni. Hann sagði að fólk geri sér ekki alltaf grein fyrir því hvað það eru margir sjálfboðaliðar á útkallslista slökkviliðsins.
„Ég er einn þeirra sem er jafnvel bara á skrifstofunni þegar útkallið kemur og þarf þá að koma mér hratt á stöðina og í gallann. Það er nauðsynlegt að fá tækifæri til að æfa þetta viðbragð,“ sagði hann.
Blaðamaður Vikublaðsins var á staðnum og tók meðfylgjandi myndir. Meira í Vikublaðinu sem kemur út á fimmtudag.