Fréttir

Sköpum heilbrigðan húsnæðismarkað

Við þekkjum það líklega flest að alvarleg staða hefur verið á íslenskum húsnæðismarkaði. Hið opinbera, bæði ríki og sveitarfélög, bera mikla ábyrgð þegar kemur að þeirri stöðu. Skort hefur samstöðu, metnað og sameiginlega framtíðarsýn hins opinbera til að bregðast við vandanum af krafti og festu. Þá ekki síst með því að styðja við tekjulága og auka framboð félagslegs húsnæðis.

 Það voru því í mínum huga stórtíðindi þegar ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS) náðu saman slíkri sýn í sumar í því sem kallast „Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum“. Í þessum samningi kemur fram samstaða um að nauðsynlegt sé að stjórnvöld tryggi uppbyggingu íbúða í samræmi við þörf, þar á meðal fyrir tekju- og eignarlága.

 

Lesa meira

Hlíðarfjall- Nýir snjótroðarar

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli fékk í morgun til umráða tvo glænýja og öfluga snjótroðara sem verða komnir á beltin og byrjaðir að troða strax á morgun. Talsvert hefur snjóað síðustu daga og voru snjóhengjur á efstu fjallabrúnum ekki álitlegar.

Snemma í morgun var því gripið til þess ráðs að nota litlar sprengjur til að setja af stað snjóflóð. Fjögur snjóflóð hlupu af stað og var eitt þeirra sýnu stærst eða á að giska 200 metrar á breidd. Vonast er til að þessar aðgerðir dragi mjög úr snjóflóðahættu og auki öryggi skíðafólks til mikilla muna.

Lesa meira

Hollvinasamtök SAk Kristnesspítali fær 23 ný rúm

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri hafa gefið alls 23 ný fullkomin rúm sem afhent verða Kristnesspítala á næstunni.  Jóhannes Bjarnason formaður Hollvinasamtakanna segir að þau hafi kostað um 14 milljónir króna en mikil og brýn þörf hafi verið á að skipta út eldri rúmum á spítalanum og taka í notkun ný og betri í þeirra stað.

Lesa meira

Alþjóðastofa sem sérstök eining verður lögð niður

Alþjóðastofa sem hefur verið starfandi á Akureyri frá upphafi ársins 2002 verður lögð niður sem sértök eining í stjórnkerfi Akureyrarbæjar.  Þetta er tillaga velferðarráðs og hefur meirihluti bæjarráðs tekið undir hana. Með aukinni upplýsingatækni hafa aðrar stofnanir að einhverju leyti tekið við hlutverki Alþjóðastofu. Sú þjónusta sem út af stendur fellur vel að verkefnum annarra stofnana bæjarins

Lesa meira

Sjúkrahúsið á Akureyri fær afar jákvæðar umsagnir í árlegri gæðaúttekt

„Lítum á allar athugasemdir sem tækifæri til að verða betri,“ segir Hannes Bjarnason, gæðastjóri SAk

Lesa meira

Rífandi stemning þegar Ísland tryggði sig í milliriðil HM

Myndaveisla í boði Jóns Forbergs

Lesa meira

Bíddu bara í Hofi 11 febrúar

Gaflaraleikhúsið kemur nú til Akureyrar með metsölusýninguna Bíddu Bara sem hefur nú verið sýnd yfir 60 sinnum fyrir fullu húsi í Hafnarfirði. Sýningin,sem er alger hlátursprengja, er eftir stórstjörnurnar Björk Jakobsdóttur, Sölku Sól Eyfeld og Selmu Björnsdóttur. Gagnrýnandi RÚV kallaði sýninguna óvæntasta gleðigjafa  ársins og án efa fyndnustu sýninguna.   

Lesa meira

Gautaborg við erum á leiðinni!!!

Halldór Jóhann Sigfússon fyrrum leikmaður KA núverandi handboltaþjálfari hjá danska úrvalsdeildarliðinu TTH Holstebro sem í sumar tekur við liði Nordsjælland skrifar um HM í handbolta fyrir lesendur Vikublaðsins.

Lesa meira

FVSA - Starfsdagur trúnaðarmanna

Starfsdagur trúnaðarmanna var haldinn á dögunum eftir þriggja ára hlé. Starfsdagurinn er partur af endurmenntun trúnaðarmanna þar sem lögð er áhersla á fræðslu í bland við sjálfseflingu einstaklingsins. Öðrum sem gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið er einnig boðið á starfsdaginn.

Lesa meira

Bifreiðastæðasjóður Akureyrarbæjar-Tekjur yfir 80 milljónir króna

Heildartekjur Bifreiðastæðasjóðs Akureyrar á liðnu ári náum um 84 milljónum króna.  Gjaldskylda var tekin upp í byrjun apríl á síðastliðnu ári. Á meðan klukkukerfið var við lýði áður en gjaldskylda var tekin upp að nýju voru tekjur af sjóðnum á ársgrundvelli í kringum 30 til 35 milljónir króna.

Lesa meira