NÝTT- Yfirlýsing á Fb síðu Iðnaðarsafnsins
Saga Iðnaðarsafnsins á Akureyri í núverandi mynd er á enda.
,, Í dag varð það endalega ljóst að rekstur Iðnaðarsafnsins á Akureyri eins og hann hefur verið á undanförnum tæpum 25 árum, er komin að endamörkum.
Vilji og ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar er að safnið sameinist Minjasafninu á Akureyri og ennfremur verði hætt að safna áfram munum úr sögu Akureyrar, umfram einhver óskilgreynd ár á síðustu öld.
Einkum verði horft til áranna þegar iðnaður var í mestum blóma hér og þá einhverra sérstakra fyrirtækja en ekki verði haldið áfram að varðveita og safna í heild sinni iðnaðarsögu Akureyrar á nýrri öld.
Nokkuð ljóst er að Iðnaðarsafnið verður ekki opið á ársgrundvelli eins og verið hefur og muni þá væntanlega verða horft einkum til sumaropnunar og eða einstakra sýninga.
Á þessu stigi er einnig alveg óljóst hvort og þá með hvaða hætti safnið verði opið eftir 1. mars n.k.
Um þessa ákvörðun bæjaryfirvalda ætlum við starfsmenn og hollvinir safnsins ekki að tjá okkur að sinni, en munum síðar gefa út sameiginlega yfirlýsingu.”