Undirbúa sölu mannvirkja í Skjaldarvík

Skjaldarvík. Mynd Hörður Geirsson
Skjaldarvík. Mynd Hörður Geirsson

Það er enn óljóst hvaða stefna verður tekin, öll sú umræða er eftir,“ segir Andri Teitsson formaður umhverfis- og mannvirkjanefndar Akureyrarbæjar. 

Bæjarráð ræddi nýverið um undirbúning sölu mannvirkja Akureyrarbæjar í Skjaldarvík og gerð lóðasamninga um eignirnar. Samþykkt var í bæjarráðs í nóvember árið 2021 að mannvirki, þau sem ekki eru í notkun undir starfsemi bæjarins, yrðu seld við lok leigusamninga um eignirnar. Undanfarin ár hefur verið rekin ferðaþjónusta í Skjaldarvík.  Akureyrarbær rekur einnig Hlíðarskóla þar. 

Andri segir að þess sé nú beðið að leigendur skili eignunum endanlega frá sér.  

Nýjast