Matargjafir á Akureyri og nágrenni Beiðnum hefur fjölgað mjög mikið þetta ár

Ef þið lesendur góðir getið lagt lið er það vel þegið
Ef þið lesendur góðir getið lagt lið er það vel þegið

Sigrún Steinarsdóttir sem heldur úti síðunni Matargjöfum á Akureyri  og nágrenni á Facebook dregur upp í færslu á Fb. dökka mynd af stöðu mála hjá mörgum um þessar mundir.

,,Beiðnum hefur fjölgað mjög mikið þetta árið. Ef þið getið aðstoðað þá er það vel þegið.  Í dag er ég búin að leggja inn á 11 Bónuskort og margir hafa sótt sér mat. Ástandið er alveg skelfilegt og bið ég því ykkur um stuðning handa þeim sem ekkert eiga.  Enn er vika í mánaðarmót og mun beiðnum því miður ekki fækka.“

 Sigrún skrifar.  ,,Það eru rúmlega 3000 manns inn á þessari síðu. Væri möguleiki að þið gætuð lagt 500-1000kr inn á reikninginn um hver mánaðarmót,þ.e þeir sem geta það?  Það myndi bjarga mjög miklu fyrir þá sem eru að óska eftir aðstoð. Ég hef ekki undan að leggja inn á Bónuskort þar sem beiðnir eru alltaf að aukast. Ef ég er að leggja t.d 10.000kr inn á 8-9 kort á dag gerir það 80-90 þ.  Það er svakalega mikill peningur og ykkur að þakka að það sé hægt.“

Rétt er að upplýsa  áhugasamt fólk um reikningsnúmer Matargjafa þó það komi vel fram í mynd  hér að ofan:

Banki 1187-05-250899 kt 6701170300

Nýjast