Kvöldmaturinn Kókos Kjúklinga fajitas með hrísgrjónum

Kristinn Hugi Arnarsson er á þriðja ári í matreiðslu við Verkmenntaskólann á Akureyri.
Kristinn Hugi Arnarsson er á þriðja ári í matreiðslu við Verkmenntaskólann á Akureyri.

Kristinn Hugi heiti ég og  er á þriðja ári í matreiðslu við Verkmenntaskólann á Akureyri.  Ég hef verið að fikta við mat alveg frá því að ég var lítill pjakkur,  það var alltaf eitthvað sem heillaði mig við matreiðslu. Ákvörðunin að fara í þetta nám var því ekki erfið og ég mæli eindregið með því fyrir alla þá sem hafa áhuga á mat og matreiðslu,“ segir Kristinn Hugi Arnarsson sem er á þriðja ári á matvælabraut Verkmenntaskólans á Akureyri.

 Hann segir að þessi uppskrift hafi orðið fyrir valinu því hún sé alltaf til í pokahorninu og gott að grípa til þegar sköpunargleðin er ekki alveg til staðar.  „Þessi réttur er mjög góð blanda af léttum og ljúfum brögðum ásamt smá sterkum tónum. Það er einnig hægt að bera hann fram sem pottrétt vilji fólk það og þá með naan brauði og einn kostur er að hafa réttinn bara alveg einan og sér.“

Kókos Kjúklinga fajitas með hrísgrjónum fyrir 4:

600 gr Kjúklingalæri (úrbeinuð)

2 stk paprika

2 stk rauðlaukur

2 stk chilli

250 ml kókosmjólk

2 dl hrísgrjón

1 pakki fajitas krydd blanda frá Santa Maria

Salsa sósa

Rifinn ostur

 

Aðferð:

- Hrísgrónin eru skoluð undir köldu vatni í um 2 mín eða þar til að vatnið sem kemur af þeim er nokkuð tært

- Hrísgrjónin sett í hrísgrjónapott ásamt 2 dl af vatni og sett á suðu

- Grænmetið og kjúklingurinn er skorið í munnbita

- Hitið um 2 msk af olíu í stórum potti og byrjið á því að svita grænmetið í honum í 2-3 mín. Grænmetið síðan tekið út og kjúklingurinn settur í pottinn ásamt kryddblöndunni og salt og pipar eftir smekk

-Kjúklingurinn brúnaður vel í pottinum um 4-5 mín og kókosmjólkinni hellt útí. Þegar grjónin eru soðin er þeim bætt útí pottinn og blandað vel saman.

-Smakkið til og bragðbætið eftir smekk, vefjið í fajitas kökur og berið fram með salsa sósu og rifnum osti

 

Nýjast