Vegleg minningargjöf
Þór/KA mætti liði Breiðabilks í gær á VÍS-vellinum (Þórsvelli) en leikurinn var liður i úrslitakeppni Bestu deildar kvenna. Heimastúlkur hrósuðu góðum sigri 3-2 en þær Karen María, Sandra María og Una Móeiður skoruðu mörk Þór/KA Leikurinn var leikinn í minningu Guðmundar Sigurbjörnssonar en hann lést fyrir aldarfjórðung langt fyrir aldur fram einungis 49 ára .
Guðmundur sem starfaði sem hafnarstjóri á Akureyri var einnig formaður Þórs og vann gríðarlega gott starf á báðum stöðum. Minningarsjóður var stofnaður um Guðmund í kjölfar andláts hans.
Fjölskylda Guðmundar afhenti stjórn kvennaráðs Þór/KA veglega minningargjöf að andvirði kr. 750.000 i hálfleik í gær, gjöf sem kemur sér án efa mjög vel.
Það er svo gaman að segja frá þvi að 13 ára sonardóttir Guðmundar, Bríet Fjóla Bjarnadóttir kom ínn á í sínum fyrsta meistaraflokksleik í gær og má segja að það hafi verið vel við hæfi. Bríet Fjóla er reyndar eitt mesta efni sem undiritaður hefur séð á fótboltavelli og það verður afar fróðlegt að fylgjast með henni á komandi árum.
Leggið nafnið á minnið gott fólk, Bríet Fjóla!