20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Hafdís Sigurðardóttir keppir í tveimur greinum á Evrópumótinu í hjólreiðum
Hafdís Sigurðardóttir keppir í tveimur greinum á Evrópumótinu í hjólreiðum sem fer fram í Drenthe í Hollandi 20. – 24. september næstkomandi. Ekki er nema rétt mánuður síðan Hafdís og Silja Jóhannesdóttir kepptu á heimsmeistaramótinu í Skotlandi en þar keppti Hafdís í bæði tímatöku og götuhjólreiðum.
Að þessu sinni eru það Hafdís og Kristín Edda úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur sem keppa fyrir hönd Íslands.
Hafdís stóð sig vel a HM fyrir mánuði og í tímatökunni sem fór fram í miklum hita á hellulögðum götum Skotlands náði hún að toppa nónokkrar atvinnukonur og höfðu sumar nýlega lokið að keppa í TourdeFrance.
En segja má að aðstæður til æfinga og keppnishjólreiða séu ekki alltaf uppá það besta hér á Íslandi þar sem einungis er hægt að æfa úti 4-5 mánuði á ári og inniæfingarnar skila ekki því sama í hjólafærni og tækni.
Sem dæmi þurfti Hjólreiðafélag Akureyrar að fella niður fyrsta götuhjólamót ársins þar sem það snjóaði á brautina. Því hefur Hafdís þurft að fara utan í æfingaferðir á veturna og til að halda í við erlendu keppenduna hefur hún verið dugleg að keppa á mótum erlendis í sumar og verið á verðlaunapalli þar ytra.