Fréttir

GRÓ Sjávarútvegsskólinn fær góða umsögn í alþjóðlegu mati

GRÓ Sjávarútvegsskólinn sem Háskólinn á Akureyri er þátttakandi í, hefur hlotið lof í nýju mati alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins GOPA. Skólinn, sem starfar undir merkjum UNESCO, hefur útskrifað um 500 sérfræðinga úr sex mánaða námi í fiskistjórnun, auk þess sem 1.700 sérfræðingar hafa sótt styttri námskeið við skólann. Í matsskýrslunni er sérstaklega horft til framlags skólans til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni, einkum markmiðs 14 um líf í vatni.

 

Lesa meira

Er þeim drullusama um kennara??

Í síðustu viku 13. febrúar birtist yfirlýsing frá Akureyrarbæ á, heimasíðu bæjarins, þar sem Akureyrarbær firrir sig allri ábyrgð á kjarasamningum og kjarasamningsviðræðum við kennara.

Lesa meira

Velheppnað Fyrirtækjaþing Akureyrar

S.l. fimmtudag fór fram vel heppnað Fyrirtækjaþing Akureyrar í Menningarhúsinu Hofi, þar sem stjórnendur á fimmta tugs fyrirtækja og stofnana komu saman til að ræða framtíð atvinnulífsins á svæðinu.

 

Lesa meira

Sjúkraþjálfun Akureyrar flutti í fyrra í Sunnuhlíð og fagnar 10 ára afmæli í ár

Sjúkraþjálfun Akureyrar fagnar í ár 10 ára afmæli sínu, var stofnuð árið 2015 af þeim Eydísi Valgarðsdóttur, Þóru Guðnýju Baldursdóttur, Guðmundi Daða Kristjánssyni og Tinnu Stefánsdóttur. Stofan var þá staðsett að Tryggvabraut 22 og samnýtti að hluta til aðstöðu með Heilsuþjálfun Davíðs Kristinssonar sem einnig aðstoðaði við stofnun stofunnar. Þann 1.júlí á liðnu ári fékk Sjúkraþjálfun Akureyrar afhenta glænýja og glæsilega aðstöðu í kjallara Sunnuhlíðar í Glerárhverfi á Akureyri, þar sem Heilbrigðisstofnun Norðurlands er einnig til húsa. Húsnæðið sem er í eigu Heima (áður Reginn fasteignafélag) var teiknað af Fanneyju Hauksdóttur arkitekt með þarfir starfseminnar í huga og þar er nú rekin öflug sjúkraþjálfunarstöð.

Lesa meira

Leiguflug frá Sviss til Akureyrar hafin að nýju

Flugvél á vegum svissnesku ferðaskrifstofunnar Kontiki lenti á Akureyrarflugvelli um liðna helgi,en hún kom í beinu flugi frá Zurich í Sviss. Flogið verður vikulega á sunnudögum næstu sex vikurnar. Þetta er annað árið í röð sem boðið er upp á vetrarferðir til Akureyrar frá þessari stærstu borg Sviss.

Lesa meira

Öflugt samstarf manns og hunds

Sleðahundaklúbbur Íslands kynnir starfsemina á Húsavík á sunnudag

Lesa meira

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - Miklar áhyggjur af ástandinu

Sveitarstjórn Þingeyjarsýslu samþykkti samhljóða á 55. fundi sínum ályktun um stöðu mála á Reykjavíkurflugvelli.

Lesa meira

Byggingaverktakar segja aðstæður óviðunandi í Móahverfi

Byggingaverktakar í Móahverfi hafa farið fram á að Akureyrarbær og Norðurorka veiti framlag til þeirra verktaka sem eru að byggja í Móahverfi á Akureyri til að koma til móts við aukakostnað sem á þá hefur fallið, m.a. vegna þess að rafmagn er ekki komið á verkstaði í hverfinu og veitur heldur ekki tilbúnar. Þetta hafi valdið ómældum kostnaði fyrir þá verktaka sem eru að byggja á svæðinu.

Lesa meira

Lausa skrúfan er vitundarvakning um geðheilbrigði og geðrækt

„Verkefnið er fyrst og fremst vitundavakning um geðheilbrigði og geðrækt, sem og fjáröflun,“ segir Sonja Rún Sigríðardóttir verkefnastjóri Unghuga og kynningamála hjá Grófinni geðrækt, en nú um komandi helgi verður hópur þátttakenda úr Grófinni á Glerártorgi og kynna Lausu skrúfuna.

 

Lesa meira

Þingeyjarsveit - Listsýning í Þingey

Leikskólinn Krílabær hefur sett upp litríka og skemmtilega listsýningu í Þingey, stjórnsýsluhúsi Þingeyjarsveitar, í tilefni af degi leikskólans þann 6. febrúar.

Lesa meira