Fréttir

Góð afmælisgjöf til VMA

Það er alveg meiriháttar að fá þessa gjöf og kemur sér afar vel, segir Guðmundur Geirsson, kennari við rafiðndeild en Reykjafell afhenti deildinni sl. föstudag með formlegum hætti veglega gjöf í tilefni af 40 ára afmæli VMA. Um er að ræða ýmsar gerðir af stýriliðum og stýribúnaði sem kemur heldur betur að góðum notum í kennslu í stýringum í rafniðndeildinni.

Lesa meira

Alþýðusamband Norðurlands Ósk nýr formaður

Ný stjórn var kjörin á þingi Alþýðusambands Norðurlands á Illugastöðum í fyrri viku.  Ósk Helgadóttir, frá Framsýn, var kjörin nýr formaður til næstu tveggja ára. Með henni í stjórn eru Jóhannes Jakobsson, frá Byggiðn, sem er varaformaður stjórnar, og Vigdís Edda Guðbrandsdóttir, frá Samstöðu, sem er ritari stjórnar.

Lesa meira

Alþýðusamband Norðurlands Markvisst verið dregið úr heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni

Hver vill ekki hafa aðgengi að lækni og öðru heilbrigðisstarfsfólki í sinni heimabyggð? Alþýðusamband Norðurlands varpar þessari spurningu fram í ályktun um heilbrigðismál sem samþykkt var á þingi þess nýverð. Öflug heilbrigðisþjónusta séu sjálfsögð mannréttindi.

Lesa meira

Ný kornþurrkstöð risin á Húsavík

Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga (BSÞ) ásamt Fjárfestingafélagi Þingeyinga kynnti áform um þurrkstöð við Húsavík á fjárfestingahátíð Norðanáttar sem fram fór á Siglufirði á síðasta ári. Þurrkstöðin við Húsavík mun auk þess að framleiða grasköggla, þurrka korn og eins er ætlunin að þurrka grisjunarvið og framleiða m.a. undirburð. Nýttur verður glatvarmi frá Hveravöllum í þurrkstöðina 

Lesa meira

Fulbright Arctic Initiative IV verkefni Tveir prófessorar við HA taka þátt

Prófessorarnir Sigrún Sigurðardóttir í hjúkrunarfræðideild og Rachael Lorna Johnstone í lagadeild tóku ásamt átján öðru framúrskarandi fræðafólki þátt í kynningarviku og vísindaferð  Fulbright Arctic Initiative IV verkefnisins. Hópurinn mun taka þátt í þverfræðilegum rannsóknum á næstu átján mánuðum í fjórða hluta verkefnisins á vegum bandaríska utanríkisráðuneytisins.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Þriðjudagsfyrirlestur - Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir

Þriðjudaginn 15. október kl. 17-17.40 heldur sellóleikarinn Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni ListaÉg. Í fyrirlestrinum mun hún spekúlera í listferli og listalífi. Hún mun grúska í tilurð, gjörðum og lífi einhvers konar listapersónu sem á heima í einhvers konar alvöru persónu. Aðgangur er ókeypis.

Lesa meira

Hvernig er samfélagið okkar?

Samfélag sem ekki getur orðið við lögvörðum rétti fatlaðra til þjónustu, sem getur umborið að veikt barn sé sótt inn á Landspítalann með lögregluvaldi og látið húka á Keflavíkurflugvelli meðan ríkisstjórn landsins rambar á barmi stjórnarslita, samfélag sem lætur nútíma þrælahald viðgangast gegnum starfsmannaleigur, samfélag þar sem andlega veikt fólk fær ekki aðstoð fyrr en það er of seint og saklaus líf glatast, samfélag sem telur það eðlilega umgengni að ofbeldismenn geti fengið að vera einir með börnum sínum, samfélag þar sem fjöldi karlmanna telur það sinn sjálfsagða rétt að geta keypti líkama kvenna, kvenna sem eru ýmist hraktar eða neyddar í vændi, fluttar til landsins eins og hver annar varningur til sölu og neyslu, kjötskrokkar.

Lesa meira

Saga Maríu Júlíu heldur áfram á Húsavík

Í síðustu viku kom hið fornfræga björgunarskip Vestfirðinga, María Júlía BA 36 til hafnar á Húsavík en ætlunin er að gera það upp í Húsavíkurslipp.

Lesa meira

Byggja upp alþjóðlega rannóknarmiðstöð i eldfjalla- og orkurannsóknum í Kröflu.

Samkomulag hefur verið undirritað sem tryggir fjármögnun fyrirtæksins Krafla Magma Testbed, KMT til tveggja ára.Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Landsvirkjun, Orkuveitan og KMt eru aðilar að samkomulaginu. Samkomulagið markar ákveðin tímamót fyrir KMT þar sem Orkuveitan gengur til liðs við verkefnið, auk þess sem áframhaldandi stuðningur frá stjórnvöldum og Landsvirkjun er tryggður.

Lesa meira

Starfsfólk HA á ferð og flugi

Við tókum hús á tveimur starfskröftum Háskólans á Akureyri á dögunum sem bæði höfðu verið á ferðalögum tengdum sínum störfum. Störf við skólann bjóða upp á ýmis tækifæri, hvort sem það er í akademíu eða stoð- og stjórnsýslu.

Lesa meira