Akureyrarbær - Kröfur afskrifaðar

Ráðhúsið á Akureyri
Ráðhúsið á Akureyri

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að afskrifa kröfur sem að mestu eru frá árinu 2021 og eldri Jafnframt eru um að ræða nokkrar yngri kröfur hjá gjaldþrota aðilum og einstaklingum sem fengið hafa greiðsluaðlögun.

Samtals er um 566 kröfur að upphæð um 12 milljónir króna. Um er að ræða ýmis þjónustugjöld svo sem, skólafæði og skólavistun, leikskólagjöld, tónlistarskólagjöld, húsaleigur leiguíbúða, bifreiðastæðasjóðsgjöld, íþróttahúsa og listamiðstöðvar, heilbrigðiseftirlitsgjöld, búfjárleyfi, hundaleyfi og meindýraeyðing, sophreinsunar- og förgunargjöld, gjöld vegna heimaþjónustu og félagslegrar liðveislu fatlaðra, ofgreiddar húsaleigubætur, byggingarleyfi, þjónustugjöld slökkvistöðvar, þjónustugjöld frá framkvæmdamiðstöð og reikningar frá Plastiðjunni Bjargi.

Kröfurnar hafa reynst óinnheimtanlegar ýmist vegna gjaldþrots viðkomandi greiðanda, niðurfelling vegna samnings um greiðsluaðlögun eða gert hefur verið árangurlaust fjárnám hjá viðkomandi. Einnig eru nokkrar kröfur fyrndar.

Nýjast