Samstöðuganga kennara á Akureyri
![Kennarar við Holtakot í morgun M.Fanney Egilsdóttir, Valborg S. Karlsdóttir, Dýrleif Skjóldal, Eydí…](/static/news/lg/kennarar.png)
Kennarar við Holtakot í morgun M.Fanney Egilsdóttir, Valborg S. Karlsdóttir, Dýrleif Skjóldal, Eydís Elva Guðmundsdóttir, Þorgerður Sævarsdóttir og Þorbjörg Nielsdóttir Mynd aðsend
Aðildarfélög KÍ á Norðurlandi standa fyrir samstöðugöngu í dag kl. 19 Með göngunni vill félagsfólk KÍ þrýsta á stjórnvöld með að gengið verði frá kjarasamningum við kennara.
Gegnið verður frá Rósenborg og sem leið liggur niður á Ráðhústorg og er göngufólk hvatt til að mæta með ljós.
Mikill þungi er í þeim kennurum á Akureyri sem vefurin hefur heyrt í og ljóst að sú ákvörðun að opna leikskólann Holtakot liggur mjög þungt á þeim.
Nokkuð er um að kennarar um allt land hafi mætt svartklætt til vinnu i dag til að sýna hug sinn til þeirrar stöðu sem upp er komin í deilunni.