Hafnasamlag Norðurlands Óskar tilboða í byggingu þjónustuhúss

Hafnasamlag Norðurlands hefur óskað eftir tilboðum í byggingu þjónustuhúss á Torfunefsbryggju       …
Hafnasamlag Norðurlands hefur óskað eftir tilboðum í byggingu þjónustuhúss á Torfunefsbryggju Mynd akureyri.is

Hafnasamlag Norðurlands hefur óskað eftir tilboðum í byggingu þjónustuhúss á Torfunefsbryggju.

Um er að ræða nýbyggingu fyrir þjónustu, landtengingu og spennistöð, sem mun rísa á byggingarreitnum Torfunefsbryggju. Byggingin mun verða 167 m2 og skiptast upp í, þjónusturými HN, inntaksrými lagna og rými fyrir aðaldreifingu og rafbúnað og spennarými NO.

Um er að ræða einnar hæðar byggingu sem verður byggð ofan á landfyllingu. Þak þjónustuhúss verður einnig útsýnispallur og áhorfendapallur fyrir viðburði.

Hafnasamlag Norðurlands áætlar að upphaf framkvæmda verði 7. mars næstkomandi og verklok 21. nóvember 2025.

 

Nýjast