Tónleikar úr gullkistu Freyvangsleikhúsins að kvöldi fyrsta vetrardags

Það verður söngur, glaumur og gaman þegar Hollvinir Freyvangsleikhúsins opna gullkistu leikhúsins  n…
Það verður söngur, glaumur og gaman þegar Hollvinir Freyvangsleikhúsins opna gullkistu leikhúsins n.k. laugardagskvöld og tónlist úr ýmsum áttum verður flutt. Myndir Vikublaðið og Freyvangsleikhúsið

,,Ég lofa góðri skemmtun sem engan svikur” sagði Steingrímur Magnússon einn af þeim sem að tónleikunum standa. ,,Þarna verða lög sem allir þekkja og fólki er guð velkomið að syngja með."  Steingrímur bætti við  ,,það verður held ég enginn fyrir vonbrigðum sem ekur fram í Freyvang n.k. laugardagskvöld.” 

Flutt verður tónlist úr ýmsum áttum og er megin þemað  fyrrverandi félagar Freyvangsleikhúshúsins.  ,,Flytjendur eru landsfrægir, jafnvel heimsfrægir á Íslandi, allavega í Eyjafirði“ eins og segir í tilkynningu frá tónleikahöldurum.

Þau sem stíga á svið eru:

Erna Hrönn, Vala Eiríks, Helgi og hljóðfæraleikararnir,Sara Blandon,
Hljómsveitin Hælsæri, Tama (Höddi, Summi Hvanndal, Valur Hvanndal og Magni)
Bobbi og Sigga, Hafþór Önundar, Árni Jökull, Steini Magg, og Gísli Rúnar og Guðrún Ösp.

Kynnar verða Oddur Bjarni og Margrét en þau kannast ansi vel við sig í Freyvangi, já frá fornu fari eiginlega.

Tónleikarnir hefjast kl 20.00,  húsið verður opnað kl 19.00. Miðaverð er hóflegt  kr. 4.500.

 

 

 

Nýjast