Hugmyndasamkeppni um nýja stúdentagarða á svæði Háskólans á Akureyri
Jóhannes Baldur segir að FÉSTA hafi síðast byggt stúdentagarða árið 2008, þannig að vissulega sé langur tími liðinn. „Stefna okkar með þessum byggingu er að aðlaga framboð okkar enn frekar að þeirri eftirspurn sem verið hefur síðastliðin ár,“ segir hann, en nú í fyrsta sinni sögu FÉSTA verða byggðar stúdíóíbúðir.
Tvær lóðir og tveir áfangar
Nýju stúdentagarðarnir verða innan háskólasvæðisins, í austurjarðri þess og meðfram Dalsbraut. Samkeppnissvæðinu er skipt upp í tvær lóðir og er uppbygging stúdentagarðanna fyrirhuguð í tveimur áföngum. Fyrri áfanginn yrði uppbygging á nyðri lóðinni og seinni áfanginn á þeirri syðri.. Áætlaður framkvæmdatími fyrri áfanga er vorið 2025, tilbúið til notkunar haustið 2026.
Markmiðið samkeppninnar er að fá fram tillögur um bjartar og aðlaðandi íbúðir í góðu samræmi við húsnæðisþarfir stúdenta við HA. Í nýju stúdentagörðunum verða á annarri lóðinni alls 10 stúdíóíbúðir og 20 2ja herbergja íbúðir og þá er einnig gert ráð fyrir að í boði verði allt að 60 einstaklingsherbergi í einni byggingu auk sameiginlegs rýmis.
Áhersla er á vistvænt skipulag, vistvottaðar byggingar og blágrænar ofanvatnslausnir. Byggingar skulu falla vel að landslagi og endurspegla góða byggingarlist.
Gert er ráð fyrir að tillögum verði skilað inn í janúar næstkomandi og að niðurstaða dómnefndar liggi fyrir síðari hluta febrúarmánaðar.