Munum grænu trektina þegar þar að kemur
Fólk er líklega farið að velta fyrir sér laufabrauðsgerð enda styttist í jólin takk fyrir takk. Norðurorka er með ágætis áminningu á heimasíðu fyrirtækisins.
,, Ert þú að skipuleggja laufabrauðsbakstur?
Við minnum á grænu trektina og dýrmætu orkuna úr eldhúsinu.
Alla olíu sem við notum í eldhúsinu er hægt að endurnýja. Einfalt er að safna henni á flöskur og fara með á endurvinnslustöð. Þar tekur Terra við hráefninu og skilar í Orkey sem framleiðir lífdísil úr olíunni sem getur komið í stað dísilolíu.
Látum ekki orkuna úr eldhúsinu fara til spillis. Komum henni heldur á næstu endurvinnslustöð og hlífum fráveitukerfinu í leiðinni
Þess má geta að grænu trektina má nálgast í þjónustuveri Norðurorku á Rangárvöllum og í anddyri Ráðhúss Akureyrar."