Sameining framhaldsskóla sett á ís
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur látið af áformum um að sameina átta framhaldsskóla í fjóra. Þetta sagði ráðherrann í sérstakri umræðu um sameiningu framhaldsskóla sem fór fram á Alþingi í dag og RÚV sagði frá.
Ráðherra tilkynnti fyrir nokkru að það væri til skoðunar að sameina nokkra framhaldsskóla m.a. Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. Formin vöktu hörð viðbrögð og var þeim harðlega mótmælt.
Eins og kemur fram í frétt Rúv var sameiningin til umræðu á þingfundi í dag. Þar sagði Ásmundur Einar að fyrirhuguð sameining framhaldsskólanna hafi verið sviðsmynd sem ætlað var að mæta áskorunum sem blasa við framhaldsskólum, efla framhaldsskólakerfið og styrkja rekstrargrundvöll skólanna.
Nú verður áformunum ýtt til hliðar að sinni á meðan ný tímalína verður útfærð.