20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Endurbætur á Hlíð hafnar- Verklok í vor eða nálægt byrjun sumars ef allt gengur eftir með þennan fasa
,,Við erum samkv FSRE með verklok í vor eða nálægt byrjun sumars ef allt gengur eftir með þennan fasa. Þá á eftir að taka afstöðu til frekari framkvæmda við aðra þætti hússins sem eru í farvatninu. Sannarlega gleðifréttir" sagði Teitur Guðmundsson forstjóri Heilsuverndar hjúkrunarheimila í samtali við vefinn í morgun.
Teitur birti á Facebooksóiðu sinni í gærkvöldi þær gleðilegu fréttir að nú væru hafnar framkvæmdir við úrbætur á Hlíð en eins og kunnugt er þurfti að loka tveimur deildum, Víðihlíð og Furuhlíð vegna myglu.
Færsla Teits er annars svohljóðandi ,, Virkilega ánægjulegt og búið að taka “smá tíma”. Ég fullyrði að einbeittur vilji til góðra verka, sannfæringin að þetta myndi hafast, samstaða, þrautseigja og góða skapið ætíð hafi komið þessu til leiðar. Umfangsmestu framkvæmdir í viðhaldi og viðgerðum um árabil á Akureyri munu skila enn betra hjúkrunarheimili fyrir íbúa, aðstandendur og ekki síst starfsmenn. Slagorð Heilsuverndar “því hver dagur er dýrmætur” á hér vel við. Til hamingju allir."