Fjölmennur fundur um staðsetningu björgunarþyrlu á Akureyri

Frá fundinum í gærkvöldi  Myndir Steinunn María Sveinsdóttir/Hörður Geirsson
Frá fundinum í gærkvöldi Myndir Steinunn María Sveinsdóttir/Hörður Geirsson

Alþingi hefur nú til eins og kunnugt er og Vikublaðið hefur greint frá til meðferðar þingsályktunartillögu Njáls Trausta Friðbertssonar  (D) sem hann flutti ásamt 16 öðrum þingmönnum um auknar fjárveitingar til LHS svo hægt  verði að staðsetja  björgunarþyrlu á Akureyri.  Boðað var til fundar um málið og fór hann fram fór í gærkvöldi. Óhætt að segja á mikil áhugi hafi verið fyrir fundinum og mæting var eftir  því góð en nokkuð á annað hundrað manns mætti.

,,Ég er mjög ánægður með þá frábæru mætingu sem var á fundinum í gærkvöldi á Flugsafninu. Það er gríðarlega mikill stuðningur fyrir þessu máli og ræður fyrirlesara voru allar á þá leið að það væri mikilvægt að klára þetta mál sem allra fyrst og byggja upp nýja starfstöð á Akureyrarflugvelli fyrir eina af þyrlum Landhelgisgæslunnar og byggja upp betra og öflugra öryggisvaðbrögð á þeim svæðum landsins sem eru lengst í burtu frá Reykjavíkurflugvelli þar sem flugdeild Gæslunnar rekur sína starfsemi í dag.  Íbúar Norður- og Austurlands, ferðafólk  og sjómenn á miðunum norðan og  austan land eiga það skilið eins og aðrir landsmenn að öflugt neyðarviðbragð sé til staðar á þeim svæðum sem standa lengst frá Reykjavík."

,,Þetta er auðvitað algjörlega borðleggjandi dæmi“  sagði Njáll Trausti í samtali við Vikublaðið.

 Framsögu hafði fólk sem hefur þekkingu á málinu eftir að hafa áunnið reynslu og þekkingu í bráðaviðbragði og lækningum.   Á fundinum  kom fram að unnt yrði að bregðast við 94% tilvika af lífshættulegum veikindum/slysum  á  innan við 60 mínútum vegna ,,lífshættulegs ástands” með opnun annarrar starfstöðvar á Akureyri, en í dag er það gerlegt í u.þ.b. í 50% tilfella. 

,,Rannsókn Björns Gunnarssonar yfirlæknis sjúkraflugs og fleiri er auðvitað gríðarlega mikilvægt plagg inn í þessa umræðu og styrkir málið mikið“ sagði Njáll ennfremur.

 ,,No brainer“

Auðunn Kristinsson framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar lagði mikla áherslu á það í máli sínu að starfssvæði þeirra væri það stórt (allt landið og miðin) að engan veginn væri nægjanlegt að vera einungis á einum landshluta með allt viðbragð.  Hann gekk svo langt að fullyrða að það,, gæfi augaleið“  eða eins  og Auðunn orðaði það ,,no-brainer“ að opna starfsstöð á Akureyri.

Segja má að orð Björns Gunnarssonar yfirlæknis sjúkraflugs og dósents við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Hildigunnar Svavarsdóttur, forstjóra SAk. og Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra á Norðurlandi eystra hafi tekið mjög undir afdráttarlaus  orð fulltrúa LHG.  Sama má segja um orð Reimars Viðarssonar, formanns svæðisstjórnar björgunarsveita í Eyjafirði   Hann benti líka á að með staðsetningu varðskipsins Freyju væri LHS í raun byrjuð reka starfstöð úti á landi og því væri staðsetning þyrlu á Akureyri  eðlilegt framhald á því sem hafið er. 

,,Jú, það var auðvitað skemmtilegt að halda fund þar sem gamli Fokker Landhelgisgæslunnar og TF-SIF björgunarþyrla sem Gæslan tók í notkun 1985 voru í bakgrunni fundarins, einstakur fundarstaður fyrir svona umræðu“ sagði Njáll en fundurinn fór eins og áður sagði fram á Flugsafninu.

Rétt er að geta þess að fundurinn var tekin upp og hægt að nálgast hann á youtube slóðin er

https://www.youtube.com/watch?v=qoiI5rHAuRI

 

 

 

Nýjast