Evrópudagur sjúkraliða
Sunnudaginn 26. nóvember var haldið upp á evrópudag sjúkraliða. Við Sjúkrahúsið á Akureyri starfa um 100 sjúkraliðar í hinum ýmsu störfum. Anna Fanney er ein þeirra.
Nafn: Anna Fanney Stefánsdóttir
Fæðingarár: 1990
Hvaðan ertu: Akureyri
Menntun: Sjúkraliði og heilsunuddari
Áhugamál: Mér finnst ótrúlega gaman að ferðast, lesa glæpasögur og tók upp á því í fyrra að finnast gaman á gönguskíðum! (Þrátt fyrir að hafa sinnt mörgum brotnum sjúklingum eftir gönguskíða óhöpp😉).
Hvað varstu í fyrra lífi: Forystukind
Hvernig lítur dagur út í lífi sjúkraliða á SAk: Mæta í vinnuna, fá sér kaffi og athuga hvað er í matinn. Að öllu gamni slepptu lítur hann mjög vel út. Annasamur, fjölbreyttur, fræðandi og krefjandi. Fullur af hugulsemi og kærleik, þakklæti, hlátri og gleði.
Hvað er skemmtilegast í vinnunni: Sjá framfarir sjúklinga sinna, allt nammið og auðvitað hvergi betra og skemmtilegra samstarfsfólk❤️.
Hvað er mest krefjandi í vinnunni: Að geta ekki bjargað öllum.
Heimasíða SAk. sagði frá