Langþráður draumur rætist

Jón Bergur Arason ýtustjóri lauk nýverið við að gera spennandi sleðabrekku   Mynd Skógræktarfélag Ey…
Jón Bergur Arason ýtustjóri lauk nýverið við að gera spennandi sleðabrekku Mynd Skógræktarfélag Eyfirðinga

Langþráður draumur hefur ræst í hópi yngri borgara Akureyrar, en Jón Bergur Arason ýtustjóri hefur lokið við að forma nýja sleðabrekkur á Kjarnatúni í Kjarnaskógi.

Yngri borgararnir hafa ákaft kallað eftir að þeirri sjálfsögðu lýðheilsuósk þeirra verði uppfyllt og hlakka eflaust til góðra stunda í sleðabrekkunni í vetur. Sjálfsagt líka margir sem óska eftir sleða eða snjóþotu í jólagjöf.

Hjá Skógræktarfélaginu er vetrarblíðan nýtt til góðra verka, en tilkoma nýja snjótroðarans og landmótun á Kjarnatúni gera að verkum að möguleiki er á að hafa sleðabrekku í skógarskjóli opna vetrarlangt þó snjóalög séu að öðru leyti í lágmarki.

Mikilvægt er að merkja vel leiðina 

Nýjast