Jólavefur Júlla og nýr magasínvefur

Jólavefur Júlla í loftið á nýjan leik.
Jólavefur Júlla í loftið á nýjan leik.

Árið 1999 setti Dalvíkingurinn Júlíus Júlíusson upp vef sem var með fyrstu einstaklingsvefum landsins. Byrjaði fyrst sem átthagavefur m.a. til að halda til haga heimildum, sögum eða frásögnum frá fólki í Dalvíkurbyggð, jafnt búandi sem brottfluttum. M.a. efnis var Dalvíkurskjálftinn, Bakkabræður úr Svarfaðardal, Jóhann Svarfdælingur, Veðurklúbburinn og fleira.

Einnig fór Júlli að halda til haga merkilegum áralöngum jólahefðum úr byggðarlaginu sem endaði  í afar vinsælum Jólavef þar sem hægt var að finna nánast allt um jólin. Jólavefur Júlla var og hefur verið stærsti og vinsælasti jólavefur landsins um árabil.

Vegna úrelts kerfis sem vefurinn var gerður í í upphafi og mikils kostnaðar við flutning og uppfærslu hefur Júlíus ekki getað uppfært vefinn í mörg ár. Vefurinn var samt alltaf ofarlega í huga Júlíusar og löngunin mikil til þess að útvíkka hann og gera jólaefni og öðru meiri og betri skil. Fljótt skipast veður í lofti, Vinna Júlíusar til 23 ára var lögð niður nú á haustdögum, þar er  vísað til starfa hans fyrir Fiskidaginn mikla. Júlíus ákvað að stökkva út í djúpu laugina og hjóla í verkefnið, hugsa bara um kostnaðinn síðar. Þar sem að jólin eru á næsta leyti ákvað hann að opna vefinn á þessum tímapunkti og annað efni kæmi svo bara inn jafnt og þétt. 

Nú er fyrsti kaflinn orðinn að veruleika, mikið af jafnt jóla sem öðru efni er í vinnslu.  En hér er lifandi magasínvefur sem verður uppfærður daglega orðinn að veruleika. www.julli.is.

Vefurinn er öllum opinn – ,,Njótið vel með heitu súkkulaði, rjóma og piparkökum" segir  Júlíus að lokum

Nýjast