Engin tilboð bárust í byggingu hjúkrunarheimils á Húsavík
27. nóvember, 2023 - 15:58
Egill Páll Egilsson - egillpall@vikubladid.is
Tilboð í byggingu nýs 60 rýma hjúkrunarheimilis á Húsavík voru opnuð kl 13 í dag.
Engin tilboð bárust í verkið en að sögn Katrínar Sigurjónsdóttur sveitarstjóra Norðurþings voru aðilar sem sóttu útboðsgögn.
,,Næstu skref eru þau að þeim aðilum sem sóttu gögn verður boðið til samningaviðræðna,” segir Katrín í samtali við Vikublaðið.
Nánar í Vikublaðinu sem kemur út á fimmtudag.
Nýjast
-
„Við höfum séð fólk blómstra – ekki bara í starfi, heldur sem einstaklingar“
- 04.04
„Við hófum samstarf við Símenntun Háskólans á Akureyri haustið 2011, þegar fyrsti hópurinn hóf nám í Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun, eða VOGL eins og það er stundum kallað. Þetta voru 18 einstaklingar, allir af Norðausturlandi – frá Akureyri, Egilsstöðum, Fjarðarbyggð, Húsavík og Tröllaskaga. Frábær hópur sem lagði grunn að því sem við höfum byggt upp síðan,“ segir Helgi Þór Ingason, prófessor við HR. Ásamt félaga sínum Hauki Inga Jónassyni leiðir hann VOGL námið hjá Símenntun HA. -
Skíðalandsmót Íslands í skíðagöngu Hlíðarfjalli við Akureyri 4.-6. apríl
- 03.04
Dagana 4.-6. apríl mun allt fremsta skíðagöngufólk landsins koma sama í Hlíðarfjalli við Akureyri og etja kappi á Skíðalandsmóti Íslands í skíðagöngu. Mótið er haldið af Skíðafélagi Akureyrar en er einnig alþjóðlegt skíðagöngumót FIS (Alþjóða skíðasambandið). -
Óánægja í Hrísey með verðhækkun í ferjuna
- 03.04
„Það er í raun verið að takmarka möguleika á ferðum bæði til og frá Hrísey yfir vetrartímann, sem takmarkar möguleika á að sækja viðburði, kvöldnámskeið og heimsóknir til ættingja og vina sem búa í fjarlægð frá Eyjafjarðasvæðinu,“ segir Ásrún Ýr Gestsdóttir í Hrísey. Íbúar í eynni vöktu á því athygli að Almannasamgöngur sem sjá um rekstur Hríseyjarferjunnar Sæfara fyrir Vegagerðina hækka verðskrá sína 1. maí næstkomandi. -
Andlega hliðin í stóru hlutverki á Listasafninu
- 03.04
Listasafnið á Akureyri er að venju þátttakandi í Barnamenningarhátíðinni og býður m.a. annars upp á núvitundar- og jógaviðburði fyrir börn og fjölskyldur undir yfirskriftinni Á haus í Listasafninu. -
Húsavík - Öflugur breiður baráttuhópur fyrir áframhaldandi flugi
- 03.04
„Við erum með mjög öflugan baráttuhóp sem vinnur af krafti að því að tryggja flugsamgöngur tinn inn á svæðið,“ segir Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar. Hann segir mikið í húfi og fjölmargir aðilar úr atvinnulífinu, ferðaþjónustunni og heilbrigðiskerfinu hafi gengið til liðs við hópinn. -
Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
- 03.04
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að sérstök áhersla verði lögð á að efla geðheilbrigðisþjónustu og styðja fjölbreytt rekstrarform. Þessi loforð eru innantóm, því fyrsta stórtæka aðgerðin í geðheilbrigðismálum nýrrar ríkisstjórnar er að loka Janusi endurhæfingu – úrræði sem hefur í 25 ár þjónustað einn viðkvæmasta hóp samfélagsins; ungt fólk með alvarlegan geðrænan og félagslegan vanda. -
Um eitt þúsund manns á árshátíð Samherja í Póllandi
- 02.04
Árshátíð Samherja verður haldin nk. laugardag í Sopot í Póllandi. Um eitt þúsund manns fljúga utan í samtals sex þotum. Tvær fyrstu þoturnar fljúga frá Akureyri í dag -
ÓREIÐA á Tólf Tóna Kortérinu
- 02.04
Laugardaginn 5. apríl frumflytur Þorsteinn Jakob Klemenson verk sitt ÓREIÐA á Tólf Tóna Kortérinu. Það er haldið á Listasafninu á Akureyri kl. 15 og aftur kl. 16, en tónleikarnir eru kortérslangir. Þeir henta öllum áheyrendum á öllum aldri og aðgangur er ókeypis. Þá er tilvalið að skoða sýningar safnsins í leiðinni -
Símenntun Háskólans á Akureyri (SMHA) og Sparisjóðirnir hefja samstarf um endurmenntun
- 02.04
Símenntun Háskólans á Akureyri (SMHA) og Samband Íslenskra Sparisjóða (SÍSP) hafa gert með sér samstarfssamning um endurmenntun og símenntun fyrir starfsfólk sparisjóða um allt land. Markmið samstarfsins er að bjóða upp á sérsniðna fræðslu sem styrkir faglega færni, eykur hæfni í fjármálaþjónustu og styður við persónulegan og faglegan vöxt starfsmanna.