Ingólfur Sverrisson selur og áritar bók sína – Höfuðdag – í Herradeild JMJ fimmtudaginn 30. nóvember frá kl. 14 til 16

Ingólfur Sverrisson sem er lesendum Vikublaðsins bæði í blaði og á vef að góðu kunnur sendi frá sér á dögunum bókina  Höfuðdagur.   Um er að ræða frásögn Ingólfs af uppvaxtarárum móður han sem sex  ára gömul hafði misst báða foreldra sína og var í kjölfar þess komið fyrir hjá vandalausum á Stokkseyri.  Þetta gerðist fyrir tæpum hundrað árum,  og er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig sex ára barni leið í kjölfar þessa.

Umsögn útefanda: ,, ֦Bókin er óður til móður sem strax á æskárum gekk í gegnum ótrúlega þrekraun og stóð uppi glæsileg og virt kona í fjarlægum landshluta og eignaðist átta börn. Hér er átt við Akureyri þar sem hún bjó í hálfa öld og á eitt hundrað ára afmælisdegi hennar síðasta sumar hafði hún eignast 109 afkomendur.

Ingólfur verður eins og fyrr segir í Herradeild JMJ á morgun fimmtudaginn 30. nóvember,  frá kl 14-16. 

Nýjast