Árlegur jólamarkaður Skógarlundar á föstudag og laugardag

Jólamarkaður þeirra í Skógarlundi  er á morgun  föstudag  og laugardag
Jólamarkaður þeirra í Skógarlundi er á morgun föstudag og laugardag

Árlegur jólamarkaður Skógarlundar verður haldinn föstudaginn 1. desember kl. 9-17 og laugardaginn 2. desember frá kl. 11-14.

Til sölu eru fjölbreyttar vörur og listaverk sem búin eru til í Skógarlundi. Verkin eru unnin úr leir, tré, gleri en sem dæmi eru til sölu vegglistaverk, gjafakort sem máluð eru með augunum, blómapottar, jólasveinar, jólatré og margt fleira.

Öll ættu að finna eitthvað við sitt hæfi og er tilvalið að kaupa listmuni í jólapakka.

Posi á staðnum. Kaffi og konfekt í boði. Verið öll velkomin!

Hvað er Skógarlundur - miðstöð virkni og hæfingar? Í Skógarlundi er fólki með langvarandi stuðningsþarfir boðin þjónusta í formi vinnu, virkni, umönnunar og afþreyingar. Skógarlundi er skipt niður í sex aðal starfsstöðvar sem eru: Skapandi starf, vinnuþjálfun, gagnaeyðing, smíðar og handverk, tölvur og rofar og hreyfing. Einnig er boðið upp á stöðvarnar skynörvun og tjáskipti. Markmiðið með starfstöðvunum er að bjóða upp á fleiri og fjölbreyttari verkefni. Allir sem koma í Skógarlund fara á tvær starfsstöðvar á dag og allir taka þátt í starfi á öllum stöðvum. Markmið Skógarlundar eru meðal annars að auka og viðhalda færni til að takast á við athafnir daglegs lífs, upplifa þátttöku og bjóða upp á fjölbreytt tækifæri til vinnu og virkni.

Nýjast