Hvefisráð Grímseyjar Ferjan þarf að stoppa lengur

Grímseyingum þykir ferjan stoppa ansi stutt
Grímseyingum þykir ferjan stoppa ansi stutt

Hverfisráð Grímseyjar hefur óskað eftir því að áætlun ferjunnar Sæfara verði endurskoðuð og þá með hagmuni helstu atvinnuvega eyjarinnar; ferðaþjónustu og sjávarútvegs í huga. Stopp ferjunnar var rætt á fundi ráðsins á dögunum.

Fram kemur í fundargerð að sá tími sem ferjar stoppar í eyjunni á veturna sé of stuttur og að sumaráætlun nái yfir of stutt tímabil. Þarft hafi verið og gott á sínum tíma þegar ferjuferðum fjölgaði yfir sumarið og stoppið var lengt.

Nú hafi hins vegar teygst úr ferðamannatímabilinu og það sé bara nú nýlega þar sem farnar eru ferðir á milli þar sem engir ferðamenn sú með.„Því er orðið nauðsynlegt að endurskoða áætlanir ferjunnar með tilliti til þess og lengja tímabilið þar sem ferjan stoppar lengur í hverri ferð.“

Þá kemur fram að útgerðarmenn finni fyrir því að brottför kl 14 á veturna þegar viðrar til sjós er of snemmt. Til þess að koma fiski sem ferskustum í land samdægurs þyrfti brottför að vera síðar svo færi gefist á að landa,  merkja og keyra í ferju.

Nýjast