Jólatónleikaveisla Tónlistarskólans framundan
Að vanda verður mikið um að vera í Tónlistarskólanum á Akureyri í desember og því kjörið tækifæri að komast í hátíðarskap með því að koma á einhvern af þeim fjölda jólatónleika sem verða á dagskrá.
Í vetur eru um 350 nemendur við skólans á öllum aldri og flestir þeirra spila á einum tónleikum fyrir jólin í það minnsta og sumir koma fram á fjölda tónleika. Fjölbreytnin er í fyrirrúmi og í boði eitthvað við allra hæfi; klassísk eða rytmísk tónleikar, hljómveitir eða einleikarar, söngur eða hljóðfæraleikur.
„Börn sem hafa áhuga á að læra á hljóðfæri eru sérstaklega hvött til að koma á tónleika og sjá með eigin augum hvað það er gaman að spila á hljóðfæri eða syngja,“ segir í tilkynningu frá Tónlistarskólanum.
Flestir tónleikarnir verða í Hofi og sá fyrsti var s.l föstudag og þeir síðustu verða 20. Ddsember.