Taka jákvætt í ferð til Danmerkur
Bæjarráð Akureyrar hefur tekið jákvætt í erindi frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur framkvæmdastjóra SSNE varðandi áhuga sveitarfélaga á kynnisferð á vegum samtakanna til Danmerkur 4.- 7. mars 2024.
Tilgangur ferðarinnar er að kynnast því hvernig sveitarfélög í Danmörku hafa tekist á við ýmis verkefni sem brenna á sveitarfélögum á Norðurlandi eystra svo sem íbúasamráð, samvinnu sveitarfélaga, samgöngumál og græna umbreytingu.
„Ég tel mikilvægara að verja fjármunum sveitarfélagsins til ferðar til Danmerkur til að kynna sér lífsgæðakjarna eldri borgara þar sem vinna við uppbyggingu þeirra er að hefjast í janúar. Stutt er síðan hópur kjörinna fulltrúa fór erlendis til að kynna sér líforkuver og samræmist það að einhverju leyti þessari ferð sem um ræðir hér,“ segir Sunna Hlín Jóhannesdóttir, B-listasem sat hjá við afgreiðslu málsins.