Úthlutað úr Samfélagssjóði EFLU
EFLA afhenti á dögunum styrki úr Samfélagssjóði félagsins fyrir árið 2023.
Markmið Samfélagssjóðs EFLU er að styðja við framtak einstaklinga og hópa sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, auknum lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.
Sjóðnum bárust í ár alls 74 umsóknir en sex verkefni hlutu styrk. Verkefnin voru af fjölbreyttum toga og flokkuðust til góðgerðar- og félagsmála, menntamála, íþrótta- og æskulýðsmála og menningu og lista.
Eftirtalin verkefni fengu styrk á bilinu 100.000 – 500.000 kr:
- Fjölskylduviðburðir á vegum Krafts stuðningsfélags - Vox Feminae, örtónleikar á hjúkrunarheimilum höfuðborgarsvæðisins - Forritunarklúbbur fyrir börn á aldrinum 8-14 ára á vegum STEM Húsavík - Körfuknattleiksdeild Skallagríms, sérhæfð tækjakaup fyrir iðkendur - Matarsöfnun á vegum Fjölskylduhjálpar Íslands - Félagsfærnifjör, kennsluhandbók fyrir fagfólk eftir Íunni Eir Gunnarsdóttur.
Fimm styrkir voru afhentir í höfðustöðvum EFLU í Reykjavík en Íunn Eir tók við styrknum í heimabæ sínum Akureyri á starfsstöð EFLU á Norðurlandi af Hjalta Má Bjarnasyni svæðisstjóra þar.
Bókin Félagsfærnifjör fer í prentun í vikunni og verður í framhaldi send til allra skóla og frístundaheimila.
Í úthlutunarnefnd Samfélagssjóðs sátu Sæmundur Sæmundsson forstjóri EFLU, Anna Heiður Eydísardóttir umhverfisverkfræðingur á samfélagssviði EFLU og Ágústa Rún Valdimarsdóttir tækniteiknari á byggingarsviði og formaður Öflungs, starfsmannafélags EFLU.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Samfélagssjóð EFLU fyrir árið 2024.