30. október - 6. nóember - Tbl 44
Endurskipulagning Akureyrarvallar
Meirihluti skipulagsráðs Akureyrarbæjar hefur falið skipulagsfulltrúa að hefja samtal við Arkitektafélag Íslands varðandi útfærslu á hönnunarsamkeppni fyrir endurskipulagningu á Akureyrarvelli.
Samkvæmt starfsáætlun skipulagsráðs er gert ráð fyrir að vinna við gerð skipulags fyrir Akureyrarvöll hefjist árið 2024. Umræða um uppbyggingu svæðisins var á dagskrá bæjarstjórnar í mars síðastliðnum.
Jón Hjaltason óflokksbundinn sat hjá við afgreiðslu málsins og óskaði bókað eftirfarandi : „Áður en lengra er haldið skal kanna viðhorf Akureyringa til íþróttavallarins við Hólabraut. Vilja bæjarbúar fá þar friðlýst svæði til almenningsnota - fólkvang - eða skal völlurinn nýttur til þéttingar byggðar?“