Endurskipulagning Akureyrarvallar

Lóðin er stór og eflaust margar hugmyndir sem fæðast
Lóðin er stór og eflaust margar hugmyndir sem fæðast

Meirihluti skipulagsráðs Akureyrarbæjar hefur falið skipulagsfulltrúa að hefja samtal við Arkitektafélag Íslands varðandi útfærslu á hönnunarsamkeppni fyrir endurskipulagningu á Akureyrarvelli.

Samkvæmt starfsáætlun skipulagsráðs er gert ráð fyrir að vinna við gerð skipulags fyrir Akureyrarvöll hefjist árið 2024. Umræða um uppbyggingu svæðisins var á dagskrá bæjarstjórnar í mars síðastliðnum.

Jón Hjaltason óflokksbundinn sat hjá við afgreiðslu málsins og óskaði bókað eftirfarandi : „Áður en lengra er haldið skal kanna viðhorf Akureyringa til íþróttavallarins við Hólabraut. Vilja bæjarbúar fá þar friðlýst svæði til almenningsnota - fólkvang - eða skal völlurinn nýttur til þéttingar byggðar?“

Nýjast