Fréttir

Agnar Forberg/Spacement heldur útgáfutónleika í Hofi

„Þessi plata kemur eins og ferskt andrúmsloft inn í íslensku tónlistarsenuna.,“ segir Agnar Forberg/Spacement sem heldur útgáfutónleika í Hofi, Akureyri föstudagskvöldið28. febrúar klukkan 20. Agnar ungur og upprennandi raftónlistarmaður með djúpar rætur á Akureyri og Eyjafirði. Móðurættin er úr Eyjafirði og liggja ræturnar þvers og kruss um fjörðinni, frá Sölvadal út á Árskógsströnd, Hörgárdal og yfir í Höfðahverfi.

 

Lesa meira

Ekki bara jafnréttisvöfflur, sulta og rjómi

Á fimmtudaginn í síðustu viku lauk jafnréttisdögum 2025 og að vanda tók Háskólinn á Akureyri virkan þátt. Dögunum lauk með vel heppnuðu málþingi. Yfirskrift málþingsins var Hatursorðræða: Þróun og áskoranir á tímum gervigreindar, samfélagsmiðla og upplýsingaóreiðu. Erindi voru frá Eyrúnu Eyþórsdóttur, lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, Helga Frey Hafþórssyni, verkefnastjóra margmiðlunar hjá KHA, og Ingunni Láru Kristjánsdóttur, verkefnastjóra fréttaþjónustu á samfélagsmiðlum hjá RÚV. Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur, var fundarstjóri. Málþingið var vel sótt og áttu líflegar umræður sér stað að erindum loknum.

 

Lesa meira

Bakþankar bæjarfulltrúa Blágrænar lausnir, sólskin og bílastæði

Enn um tjaldsvæðisreitinn

 

Lesa meira

Kynna nýjan grafreit í Naustaborgum

Að mati skipulagsráðs er æskilegt að skipulag svæðis fyrir grafreit verði hluti af skipulagi fyrir nýtt íbúðarsvæði og sem og hluti af útivistarsvæði Naustaborga. Skipulagsfulltrúa var falið að hefja vinnu við undirbúning að gerð deiliskipulags á þessu svæði til samræmis við breytingu á aðalskipulagi sem nú er í vinnslu og nýsamþykkta húsnæðisáætlun.

Lesa meira

Húsavíkurflug Norlandair styrkt fram í miðjan mars Án fjárstuðnings gengur dæmið ekki upp

„Við erum alltaf tilbúin að fljúga hvert sem er en það þarf að ganga upp,“ segir Arnar Friðriksson framkvæmdastjóri Norlandair. Félagið hefur séð um áætlunarflug milli Húsavíkur og Reykjavíkur frá því um miðjan desember. Samningstími milli félagsins og ríkisins um flug til Húsavíkur rennur út 15. mars næstkomandi og ekki hefur verið rætt um framhald þar á.

 

Lesa meira

Lóðir við Hofsbót boðnar út að nýju í vor

„Við stefnum að því að bjóða lóðirnar út fyrir vorið,“ segir Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi á Akureyri. Útboðsskilmálar fyrir lóðir við Hofsbót 1 og 3 hafa verið endurskoðaðir, lágmarksverð er lægra.

 

Lesa meira

Húsavík – bílalest á leið norður

Eins og áður hefur komið fram á heimasíðu stéttarfélaganna hefur Bjarg íbúðafélag unnið að því að byggja sex íbúða raðhús að Lyngholti 42-52 á Húsavík. Grunnurinn er klár og á næstu dögum mun bílalest leggja af stað frá Selfossi með einingarnar til Húsavíkur enda haldist veðrið áfram í lagi.

 

Lesa meira

Bæjarstjórn Akureyrar Hækkanir á ferðakostnaði barna og unglinga í tengslum við keppnisferðir í íþróttum veldur áhyggjum

Á seinasta fundi bæjarstjórnar Akureyrar var m.a rætt um aukin ferðakostnað barna og unglinga á landsbyggðinni tengt íþróttum. Kostnaður hefur aukist verulega á síðastliðnum árum  en á sama tíma hefur framlag ríkisins ekki fylgt verðlagi og því rý rnað umtalsvert.

Lesa meira

Nýjar sýningar á Listasafninu Sköpun bernskunnar og Margskonar

Samsýningarnar Sköpun bernskunnar 2025 og Margskonar I verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri á laugardag, 22. febrúar kl. 15. Sólveig Baldursdóttir, myndhöggvari, opnar sýningarnar formlega og eldri barnakór Akureyrarkirkju syngur. Sýningarstjóri beggja sýninga er Heiða Björk Vilhjálmsdóttir.

 

Lesa meira

Freyvangsleikhúsið frumsýnir Land míns föður í næstu viku

„Æfingar hafa gengið vel. Það hefur verið mikið að gera en síðustu vikur hafa verið virkilega skemmtilegar og við hlökkum til að setja verkið á svið,“ segir Jóhanna S. Ingólfsdóttir formaður Freyvangsleikhússins, en þar á bæ verður söngleikurinn Land míns föður frumsýnt í lok næstu viku, 28. febrúar. Leikritið er eftir Kjartan Ragnarsson, tónlist er eftir Atla Heimi Sveinsson. Sýnt verður í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit og eru sýningar út mars komnar í sölu. Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson.

 

Lesa meira