Leikverk sýnt í félagsheimilinu Breiðumýri
Höfundur: Hörður Þór Benónýsson
Leikstjórn: Hildur Kristín Thorstensen
Tónlistarstjórn: Marika Alavere.
Enn á ný er litla félagsheimilið á Breiðumýri vettvangur leiklistar og þótt húsið með sitt flata gólf henti ekkert sérstaklega vel til leiksýninga, fyrir leikhúsgestinn, vekur það furðu hversu vel húsið umfaðmar gestinn. Þar munar mestu sú stórgóða hugmynd að skapa kaffihúsastemningu með litlum hringborðum hvar gestum býðst að panta sér kaffi eða aðra drykki, vöfflur með sultu og rjóma og/eða annað góðgæti að bragða á fyrir sýningu eða í hléi. Undirritaður getur staðfest að rjómavafflan bragðaðist vel og kaffið heitt eins og kaffi á að vera. Var þessi þáttur leiksýningar þar með gulltryggður!