Fréttir

Hættulegur förunautur.

Allt sem við veitum athygli vex og dafnar. Fyrir um ári síðan náði reiðin heljar tökum á hjörtum okkar vegna stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Ástandið þar versnar enn, dag frá degi og nærir reiðina í brjóstum okkar. Heimsbyggðin öll stendur á öndinni ráðalaus. Við erum öskureið og örvæntingarfull.  Það eru heilbrigð og eðlileg viðbrögð. Verra væri ef okkur væri sama og ypptum bara öxlum. Reiðin er hins vegar afar hættulegur förunautur til lengdar.

Lesa meira

Níu í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi

Níu einstaklingar taka þátt í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi. Það hófst í dag og stendur til þriðjudags.

Frambjóðendum gafst í dag tækifæri að kynna sig á kosningafundi sem Píratar stóðu fyrir í Reykjavík eða með að senda inn myndband á þann fund. Fimm af níu frambjóðendum kjördæmisins nýttu þann valkost.

Fyrstur þeirra var Viktor Traustason, sem vakti athygli í vor er hann bauð sig fram til forseta Íslands. Viktor sagðist ekki sækjast eftir oddvitasætinu, hann hefði aðeins farið inn á vef Pírata og skráð sig í prófkjör. Viktor hefur að mestu búið á Austurlandi síðustu tvö ár og starfað þar í sláturhúsi og við fiskvinnslu.

Theodór Ingi Ólafsson býr í Reykjavík en er ættaður frá Akureyri. Hann starfar sem forstöðumaður í íbúðakjarna fyrir geðfatlaða. Hann býður sig fram í oddvitasætið.

Adda Steina er fyrrum tómstunda- og forvarnarfulltrúi Fljótsdalshéraðs. Hún sagðist taka hvaða sæti sem er en „tæki efsta sætinu fagnandi.“

Bjarni Arason, sem er lærður slökkviliðsmaður og ferðamálafræðingur á Grenivík og Aðalbjörn Jóhannsson úr Norðurþingi, háskólanemi sem starfað hefur í menntakerfinu, tóku ekki fram sérstök sæti en þeir kynntu sig á myndbandi.

Að auki eru í framboði Rúnar Gunnarsson, yfirhafnarvörður á Seyðisfirði,

Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, fyrrum varaþingmaður flokksins í kjördæminu,

Júlíus Blómkvist Friðriksson, sölumaður hjá Tölvuteki á Akureyri

Lena Sólborg Valgarðsdóttir, leikskólastjóri í Kópavogi.

Kosning í prófkjörinu hófst klukkan 16:00 og stendur í tvo sólarhringa. Það er bindandi fyrir fimm efstu sætin en kjörstjórn raðar í önnur sæti.

 

 

Lesa meira

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar

Listinn var samþykktur í heild sinni á lokin á viðburðaríku tvöföldu kjördæmisþingi Sjálfstæðisfólks í Mývatnssveit í dag.

Lesa meira

Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttir stígur til hliðar og hættir þingmennsku

Bjarkey Ólsen Vinstir Grænum  tilkynnir á Facebook síðu sinni i dag að hún hafi ákveðið að stíga til hliðar sem þingmaður og verði ekki i kjöri í komandi kosningum.

Lesa meira

Njáll Trausti skipar annað sæti Sjálfstæðisflokksins

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, verður í öðru sæti á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Kjörið var á kjördæmisþingi flokksins í Mývatnssveit í dag

Lesa meira

Jens Garðar oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi

Jens Garðar Helgason var í dag kjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Valið var milli hans og Njáls Trausta Friðbertssonar, oddvita í kosningunum 2021, á kjördæmisþingi í Mývatnssveit í dag.

Lesa meira

Nýr verktaki tekur við byggingu íbúðakjarna við Hafnarstræti

Samningi um byggingu 6 íbúða fyrir fatlaða í íbúðakjarna við Hafnarstæti 16 á Akureyri hefur verið rift. Nýr verktaki hefur verið ráðinn til að ljúka verkinu og er góður gangur í því nú að sögn Huldu Elmu Eysteinsdóttur formanns Velferðarráðs.

Lesa meira

Skapandi greinar í öndvegi í Grenivíkurskóla

Börn á Grenivík undirbúa bókaverslun með eigin verkum

Lesa meira

Skoðanagrein - Fréttatilkynning lögreglustjóra

Mikið hefur verið skrifað og skrafað um fréttatilkynningu Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra 26. september þess efnis að embættið hefði hætt rannsókn á ætlaðri byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu efni sem hann geymdi. Ástæða umræðunnar er sú að ekki er venjan að lögreglustjórar birti svona langar tilkynningar þegar ákvörðun er tekin um að hætta rannsóknum sakamála.

Lesa meira

Framhaldið er í höndum kjósenda

Ingibjörg Ólöf Isaksen sækist eftir að skipa áfram fyrsta sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.  Hún segir stjórnarslitin síðasta sunnudag hafa komið á óvart því til þessa hafi ríkt trú á að hægt væri að ná lengra í mikilvægum málum.

Ingibjörg varð oddviti flokksins fyrir kosningarnar 2021 og í kjölfar þeirra fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis. Hún hefur verið þingflokksformaður á kjörtímabilinu.

Lesa meira