Fréttir

Stjórn SSNE Þungar áhyggjur vegna lokunar flugbrauta

Stjórn SSNE tekur undir ályktanir sveitarstjórna á Norðurlandi eystra sem og yfirlýsingu Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi þar sem lýst er yfir miklum áhyggjum vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli.

 

Lesa meira

Búast við góðri helgi í Hlíðarfjalli

Aðstæður á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli hafa verið erfiðar síðustu daga og vikur vegna hlýinda en þó hefur tekist að halda brautum opnum og er hvert tækifæri notað til að framleiða meiri snjó.

Lesa meira

Heilbrigðisráðherra í heimsókn á SAk

Alma Möller heilbrigðisráðherra, Eydís Ásbjörnsdóttir þingmaður NA-kjördæmis, og Jón Magnús Kristjánsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra heimsóttu SAk í gær . Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri SAk og Alma Möller heilbrigðisráðherra segja heimsóknina hafa verið ákaflega ánægjulega.

Lesa meira

Akureyrarbær hefur staðfest endurskoðun á húsnæðisáætlun fyrir árið 2025

Akureyrarbær hefur staðfest endurskoðun á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2025. Spáð er að íbúum sveitarfélagsins fjölgi um 2.358 manns á næstu tíu árum, sem er 11,6 prósent aukning. Til samanburðar hefur íbúum í sveitarfélaginu fjölgað um 1.169 frá árinu 2020 eða um 6 prósent og því er spá Akureyrarbæjar eilítið varfærnari en hefur raungerst síðastliðin ár segir á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

 

Lesa meira

Reykjavík er höfuðborg okkar allra

Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þar af hlýst.

Lesa meira

50 ár frá Kópaskersskjálftanum á næsta ári

Fimmtíu ár verða liðin frá Kópaskersskjálftanum á næsta ári. Skjálftinn reið yfir þann 13. janúar árið 1976. Vakin var athygli á þessum væntanlegu tímamótum á fundi bæjarráðs Norðurþings nýverið.

 

Lesa meira

Margir notfæta sér frístundastyrk Akureyrarbæjar

Árið 2024 nutu 2.665 börn og unglingar á aldrinum 6-17 ára góðs af frístundastyrk Akureyrarbæjar eða tæplega 85% þeirra sem áttu rétt á styrknum sem er 1% aukning frá árinu á undan.

 

Lesa meira

Leikdómur - Söngleikurinn Ólafía

Leikverk sýnt í félagsheimilinu Breiðumýri

 

Höfundur: Hörður Þór Benónýsson

Leikstjórn: Hildur Kristín Thorstensen

Tónlistarstjórn: Marika Alavere.

Enn á ný er litla félagsheimilið á Breiðumýri vettvangur leiklistar og þótt húsið með sitt flata gólf henti ekkert sérstaklega vel til leiksýninga, fyrir leikhúsgestinn, vekur það furðu hversu vel húsið umfaðmar gestinn. Þar munar mestu sú stórgóða hugmynd að skapa kaffihúsastemningu með litlum hringborðum hvar gestum býðst að panta sér kaffi eða aðra drykki, vöfflur með sultu og rjóma og/eða annað góðgæti að bragða á fyrir sýningu eða í hléi. Undirritaður getur staðfest að rjómavafflan bragðaðist vel og kaffið heitt eins og kaffi á að vera. Var þessi þáttur leiksýningar þar með gulltryggður!

Lesa meira

Viðvaranir sendar út sólarhring eftir að svifryk fór tvöfalt yfir heilsuverndarmörk

Heilbrigðisnefnd bendir á að viðvaranir til almennings hafi ekki verið sendar út fyrr en daginn eftir að ástandið var sem verst og talsvert virðist skorta uppá samstarf bæjarins og Vegagerðarinnar um hreinsun gatna.

Lesa meira

Eyjafjarðarsveit og B. Hreiðarsson Samið um áframhaldandi uppbyggingu

Skrifað hefur verið undir samning milli Eyjafjarðarsveitar og B. Hreiðarsson um áframhaldandi uppbyggingu viðbyggingar við Hrafnagilsskóla og Íþróttamiðstöðina í Eyjafjarðarsveit.

 

Lesa meira