Fyrirhugað er að ráðast í verulega uppbyggingu Hrafngilsskóla og hefur Eyjafjarðarsveit óskað eftir tilboðum í uppbyggingu á 2. hæð Hrafnagilsskóla. Um er að ræða uppsetningu burðarvirkis, frágangi að utan og fullnaðarfrágangi að innan auk frágangs við núverandi skólabyggingu.
Grunn flatarmál þessarar viðbyggingar við skólann er um 900 m2 og mun hýsa ný rými fyrir skóla- og íþróttamiðstöð sveitarfélagsins. Upphaf framkvæmdatíma er 1.4.2025 eða fyrr og verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 30.04.2026.
Útboðsgögn verða afhent rafrænt frá og með morgundeginum. Beiðni um afhendingu gagna skal send í tölvupósti á netfangið rab@verkis.is.
Útboðsgögn verða afhent að gefnum upplýsingum um nafn, heimili, símanúmer og netfang bjóðanda.