Fréttir

Rauði krossinn við Eyjafjörð styrkir færanlega heilsugæslu í Hargeisa í Sómalíu

Stjórn Rauða krossins við Eyjafjörð hefur ákveðið að veita 4 milljóna króna fjárframlag til verkefnisins Færanleg heilsugæsla í Hargeisa í Sómalíu sem Rauði krossinn á Íslandi hefur lengi stutt við.

Lesa meira

Framkvæmdir við Hrafnagilsskóla

Fyrirhugað er að  ráðast í verulega uppbyggingu Hrafngilsskóla  og hefur Eyjafjarðarsveit óskað eftir tilboðum í uppbyggingu á 2. hæð Hrafnagilsskóla. Um er að ræða uppsetningu burðarvirkis, frágangi að utan og fullnaðarfrágangi að innan auk frágangs við núverandi skólabyggingu.

Grunn flatarmál þessarar viðbyggingar við skólann er um 900 m2 og mun hýsa ný rými fyrir skóla- og íþróttamiðstöð sveitarfélagsins.   Upphaf framkvæmdatíma er 1.4.2025 eða fyrr og verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 30.04.2026.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt frá og með morgundeginum.   Beiðni um afhendingu gagna skal send í tölvupósti á netfangið rab@verkis.is. 

Útboðsgögn verða afhent að gefnum upplýsingum um nafn, heimili, símanúmer og netfang bjóðanda.

Lesa meira

Gunnar Viðar Þórarinsson efsti maður á lista Lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi

Gunnar Viðar Þórarinsson, framkvæmdastjóri á Reyðarfirði, skipar efsta sætið á lista Lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum

Lesa meira

Limrur og léttar hugleiðingar

Þorsteinn G. Þorsteinsson er höfundur nýrrar bókar, Limrur og léttar hugleiðingar. Þorsteinn er betur þekktur undir nafninu Steini rjúpa og fyrir hreint makalausar fuglaveðurspár sem urðu mörgum umtalsefni og skemmtiefni og komu út vikulega á árabilinu frá 1995 uns samstarfsfélagi Þorsteins um Fuglaspána, menntaskólakennarinn Gísli Jónsson, lést í nóvember 2001. Bókina helgar Þorsteinn minningu Gísla.

Lesa meira

Slippurinn Akureyri Samið um nýja og afkastameiri handflökunarlínu

 Slippurinn  Akureyri og fiskvinnslan Hólmasker í Hafnarfirði hafa gert með sér samning um smíði og uppsetningu á nýrri handflökunarlínu sem er sú fyrsta sinnar tegundar í framleiðslu DNG fiskvinnslubúnaðar hjá Slippnum Akureyri.

Lesa meira

Bleikur dagur

Í dag, 23. október, er Bleikur dagur, sem er hluti af októberátakinu. Á þessum degi fögnum við styrknum og seiglunni sem einkennir baráttuna gegn brjóstakrabbameini. Það er tilefni til að íhuga mikilvægi forvarna, klæðast bleikum litum til stuðnings, og hvetja konur til að mæta í skimun. Október er tími umhyggju þar sem við minnumst samstöðu og sýnum stuðning í baráttunni gegn þessum alvarlega sjúkdómi

Lesa meira

Útsýnispallar settir á þak Hofs?

Á seinasta fundi Umhverfis og mannvirkjaráðs voru viðraðar hugmyndir sem unnar voru á Nordic  Office of  Architecture hér i bæ um útsýnisstað á þaki Hofs. 

Lesa meira

Golfsumarið gekk ótrúlega vel á Jaðarsvelli

„Golfsumarið í ár gekk ótrúlega vel þrátt fyrir kalda byrjun,“ segir Steindór Kr. Ragnarsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar.  Spilaðir voru talsvert fleiri  hringir en í fyrra, nýju félagsmönnum fjölgaði umtalsvert á milli ár og  völlurinn er vinsæll meðal ferðafólks. Þá standa yfir framkvæmdir við Jaðar þar sem m.a. er verið að byggja upp nýja inniaðstöðu.

Alls voru spilaðir 23.539 hringir á vellinum frá vori og fram eftir hausti sem er að sögn Steindórs aukning um 400 hringi frá árinu áður.

Lesa meira

Endurbætt húsnæði Aðgerðarstjórnar almannavarna tekið í notkun

Samkvæmt stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum frá árinu 2021 á að vera uppsett stjórnstöð í hverju umdæmi lögreglunnar á landinu til að halda utan um og stýra aðgerðum í almannavarnaástandi sem og þegar önnur samhæfing viðbragðsaðila er þörf.

Lesa meira

Rjúpnaveiði að hefjast –sölubann enn í gildi

Rjúpnaveiðitímabilið í ár hefst á föstudag, 25. október. Enn er sölubann á rjúpu í gildi.

Lesa meira