Háskólinn á Akureyri Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands - stúdent við skólann tilnefndur
Sigrún Emelía Karlsdóttir, stúdent í líftækni við skólann, var í janúar síðastliðnum tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Hennar verkefni var eitt af sex sem voru tilnefnd. Verkefnið ber heitið „One man's trash is another man's treasure“ og vann hún það í samstarfi við Liam F O M Adams O´Malley, nemanda í búvísindum við Landbúnaðarháskólann, undir leiðsögn Hreins Óskarssonar hjá Land og skógur. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.