Velheppnað Fyrirtækjaþing Akureyrar

Stjórnendur á fimmta tugs fyrirtækja og stofnana komu saman til að ræða framtíð atvinnulífsins á svæ…
Stjórnendur á fimmta tugs fyrirtækja og stofnana komu saman til að ræða framtíð atvinnulífsins á svæðinu. Myndir akureyri.is

S.l. fimmtudag fór fram vel heppnað Fyrirtækjaþing Akureyrar í Menningarhúsinu Hofi, þar sem stjórnendur á fimmta tugs fyrirtækja og stofnana komu saman til að ræða framtíð atvinnulífsins á svæðinu.

Umræðurnar snérust meðal annars um helstu kosti og áskoranir sem fylgja rekstri fyrirtækja á Akureyri, ásamt tækifærum til framtíðar.

Niðurstöður fundarins verða nýttar við endurskoðun á atvinnukafla aðalskipulags Akureyrar og yfirferð á samkeppnisgreiningu fyrir bæinn.

Þingið er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar og SSNE. Árið 2021 var sambærilegur fundur haldinn á netinu vegna heimsfaraldursins en nú gafst tækifæri til að hittast í eigin persónu.

Almenn ánægja var með að fá tækifæri til að hittast og ljóst er að mikill hugur er í atvinnurekendum á svæðinu sem vilja leggja sitt af mörkum til eflingar atvinnulífsins.

 

Nýjast