Aldrei fleiri sjálboðaliðar

Vel var mætt á aðalfund Rauða krossins við Eyjafjörð á dögunum en þar var farið yfir þau fjölmörgu verkefni sem deildin á aðkomu að á Eyjafjarðarsvæðinu. Jón Brynjar Birgisson hélt á fundinum erindi um Rauða krossinn og breytta heimsmynd.
Sjálfboðaliðar deildarinnar hafa aldrei verið fleiri og aldrei hafa skráðar verkeiningar verið jafn margar. Rauði krossinn við Eyjafjörð er öflug deild sem hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár en verkefnavalið er eitt það fjölbreyttasta á landsvísu.
Farið var yfir fjárhagsstöðu deildarinnar og framkvæmdaáætlun yfirstandandi árs. Starfsfólk og sjálfboðaliðar stefna að því að vinna áfram að og viðhalda því öfluga, mikilvæga og góða mannúðarstarfi sem unnið er á svæðinu, samfélaginu öllu til góða.