Bras með lyftu í Sambíó á Akureyri

Sigrûn María Óskarsdóttir og Hulda Elma Eysteinsdóttir þegar 500.rampurinn í átakinu Römpum upp Ísla…
Sigrûn María Óskarsdóttir og Hulda Elma Eysteinsdóttir þegar 500.rampurinn í átakinu Römpum upp Ísland var vígður s.l sumar. Mynd MÞÞ

Sigrún María Óskarsdóttir sem notar hjólastól skorar á Sambíóin í færslu á Facebook að laga lyftu í bíóinu á Akureyri.

Sigrún María gaf samþykki sitt fyrir því að vefurinn birti færslu hennar. 

,,Milli jóla og nýárs ákvað ég að skella mér í bíó með bróður mínum að sjá Wonka. Á Akureyri er núna bara eitt bíóhús, Sambíóin í miðbænum og því var ferðinni heitið þangað. Í húsinu er lyfta (svona lyfta á stiganum) og eiga því allir að geta farið á mynd hvort sem að hún er uppi eða niðri. Nema hvað að þessi blessaða lyfta virkar mjög takmarkað, nánast aldrei. Í þetta skipti virkaði hún auðvitað ekki, þannig að bróðir minn og starfsmaður bíósins þurftu að lyfta mér í stólnum upp stigann, sem fer illa með bakið á þeim og sem mér finnst mjög óþægilegt. Ég fór inn í salinn að utan og upp stigann inni i bíósalnum, sem er að einhverju leyti auðveldari en stóri stiginn frammi en samt sem áur enn stigi og ruslatunnur staðsettar í stiganum í þokkabót.

Ástandið er búið að vera svona í mörg, mörg ár og aldrei gert neitt í því. Þetta fer að verða þreytandi. Í stað þess að leysa vandann og kaupa nýja lyftu er alltaf verið að bíða eftir aukahlutum í lyftuna sem gera nákvæmlega ekki neitt, kannski virkar lyftan í nokkrar vikur en svo fer allt í sama farið. Á Akureyri búa margir sem nota hjólastól og einnig fólk sem á erfitt með gang, og ég er viss um að allir væru til í að geta farið í bíó þegar þeim langar.

Ég vil skora á Sambíóin Akureyri að gera eitthvað í málunum sem fyrst!

(Megið endilega deila :) )”

Nýjast