20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Drengurinn sló öll met
Fyrsta barn ársins sem fæddist á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri leit dagsins ljós kl. 15.01 á nýjársdag. Það var drengur, 3036 grömm og 50 sentímetrar. Foreldrar hans eru Arna Ingimundardóttir og Jóhann Helgason. Þau eru búsett á Sauðárkróki en svo skemmtilega vill til að Arna er starfandi ljósmóðir á fæðingardeildinni á Akureyri.
„Öllum heilsast vel og drengurinn dásamlegur,“ segir Arna og bætir við að ekki hafi verið von á drengnum í heiminn á nýjársdag. „Ég á tvö börn sem fædd eru eftir 34 vikna meðgöngu, síðan misstum við lítinn dreng eftir 21 vikna meðgöngu. Það bjuggust því allir við að þessi drengur yrði fyrirburi líka. En hann sló öll met og kom öllum verulega á óvart og náði 37 vikna meðgöngu, þá ekki fyrirburi, og um leið náði hann yfir á nýtt ár. Þannig að við erum afskaplega hamingjusöm,“ segir Arna
Eisn og fram hefur komið fæddust heldur færri börn árið 2023 miðað við árið á undan, fæðingar nýliðið ár voru 404 og þar af voru 6 tvíburafæðingar þannig að börnin urðu í allt 410. Árið 2022 voru fæðingar 429 talsins. Drengir voru heldur fleiri en stúlkur, 213 en stúlkur 197.