Fréttir

Heildarfjárfestingarþörf Norðurorku næstu fjögur ár er 6,8 milljarðar Gefur auga leið að næstu ár verða þung

Grunnur að breytingu á verðskrám Norðurorku hf. er tvíþættur. Annars vegar er ársreikningur liðins árs brotinn niður og vægi rekstrarkostnaðar tengdur vísitölum. Með þessu sjást áhrif vísitölubreytinga á rekstrarkostnað Norðurorku. Hins vegar er horft til verðbólguspár Seðlabanka Íslands fyrir komandi ár. Þessar vísitölur eru vegnar saman til helminga og gefa þannig vísitölu sem myndar grunn fjárhagsáætlunar næsta árs. 

 

Lesa meira

Ekki nægt frost til að keyra snjóbyssur í gang

Allt var klárt til að keyra snjóbyssur í gang en spáin gekk ekki eftir og nú er ekki nægt frost til að setja í gang.

Lesa meira

Freyvangsleikhúsið frumsýnir Bangsímon og Grislíng í jólasveinaleit

„Það má segja að þetta hafi allt saman gerst alveg óvart,“ segir Jóhanna S. Ingólfsdóttir höfundur verksins Bangsímon og Grislingur í jólasveinaleit sem Freyvangsleikhúsið frumsýnir á morgun, föstudaginn 17. nóvember í Freyvangi. Jóhanna er einnig leikstjóri.

Jóhanna segir að Freyvangsleikhúsið hafi sett upp aðventusýningu í fyrra og hafi hún heppnast einkar vel, en verkið var um þá bræður Karíus og Baktus, hún leikstýrði og tveir stjórnarmenn léku bræðurnar.  „Við höfðum nýlega tekið við rekstri Freyvangs og þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti, þetta mátti ekki kosta of mikið þannig að við gengum í öll verk,“ segir hún og sama staða er uppi á teningnum nú.

Lesa meira

Velferð er verkefni okkar allra!

Síðastliðinn laugardag voru fulltrúar Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis á Glerártorgi að selja velferðarstjörnuna. Stjarnan er fallegt jólaskraut sem Kristín Anna og Elva Ýr, verkefnastjórar markaðsmála á Glerártorgi, hönnuðu. Slippurinn framleiðir skrautið fyrir sjóðinn og öll innkoma fer í velferðarsjóðinn. 

Lesa meira

Akkúrat öfugt 2

Á næstu dögum er Akkúrat öfugt 2 væntanleg í bókabúðir. Bókin er önnur í bókaflokknum um líflegu og skemmtilegu sögupersónuna, Akkúrat öfugt. Bókaflokkurinn er samvinnuverkefni okkar hjóna.

Lesa meira

Fjölmennur fundur um staðsetningu björgunarþyrlu á Akureyri

Alþingi hefur nú til eins og kunnugt er og Vikublaðið hefur greint frá til meðferðar þingsályktunartillögu Njáls Trausta Friðbertssonar  (D) sem hann flutti ásamt 16 öðrum þingmönnum um auknar fjárveitingar til LHS svo hægt  verði að staðsetja  björgunarþyrlu á Akureyri.  Boðað var til fundar um málið og fór hann fram f í gærkvöldi. Óhætt að segja á mikil áhugi hafi verið fyrir fundinum og mæting var eftir  því góð en nokkuð á annað hundrað manns mætti.

Lesa meira

Endurbætur á Hlíð hafnar- Verklok í vor eða nálægt byrjun sumars ef allt gengur eftir með þennan fasa

,,Við erum samkv FSRE með verklok í vor eða nálægt byrjun sumars ef allt gengur eftir með þennan fasa. Þá á eftir að taka afstöðu til frekari framkvæmda við aðra þætti hússins sem eru í farvatninu. Sannarlega gleðifréttir"  sagði Teitur Guðmundsson forstjóri Heilsuverndar  hjúkrunarheimila í samtali við vefinn í morgun.

 

Lesa meira

Gusgus mætir aftur í Hof að ári

Gusgus mun halda tónleika í Menningarhúsinu Hofi 26. október 2024!

Lesa meira

Hjá okkur Grindavíkingum hefur öllum spilum verið kastað upp í loft og framtíðin í uppnámi

Hér eftir mun líf mitt alltaf verða - fyrir og eftir rýmingu Grindavíkur. Atburðurinn sem stendur yfir verður hluti af örlögum okkar sem þar búum.

Lesa meira

Fundur - Starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri

Sjálfstæðisfélagið á Akureyri boðar til fundar á miðvikudaginn kemur klukkan 20:00 (15.nóvember) á Flugsafninu á Akureyrarflugvelli um þingsályktun sem Njáll Trausti er fyrsti flutningsmaður að þar sem:
,,Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að beita sér fyrir því að Landhelgisgæslan komi upp fastri starfsstöð fyrir eina af þyrlum sínum á Akureyri í samstarfi við hagaðila á Akureyri“.
 
Öflugur hópur fyrirlesara verður á fundinum:

Björn Gunnarsson yfirlæknir sjúkraflugs og dósent við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri.
Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.
Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.
Reimar Viðarsson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita í Eyjafirði.
Auðunn Kristinsson framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.
 
Fundarstjóri verður Njáll Trausti Friðbertsson
 
Öll velkomin
Lesa meira