Heildarfjárfestingarþörf Norðurorku næstu fjögur ár er 6,8 milljarðar Gefur auga leið að næstu ár verða þung
Grunnur að breytingu á verðskrám Norðurorku hf. er tvíþættur. Annars vegar er ársreikningur liðins árs brotinn niður og vægi rekstrarkostnaðar tengdur vísitölum. Með þessu sjást áhrif vísitölubreytinga á rekstrarkostnað Norðurorku. Hins vegar er horft til verðbólguspár Seðlabanka Íslands fyrir komandi ár. Þessar vísitölur eru vegnar saman til helminga og gefa þannig vísitölu sem myndar grunn fjárhagsáætlunar næsta árs.