Fréttir

Dansað kringum jólatré í Kjarnaskógi í dag

Eins og allir vita eiga jólasveinarnir heima í Kjarnaskógi, rétt hjá ærslabelgnum á Birkivelli. Í samstarfi við þá og Félag eldri borgara á Akureyrir býður Skógræktarfélag Eyfirðinga öllum börnum sem leið eiga um Kjarnaskóg i dag sunnudaginn 17.desember að dansa kring um jólatréð við grillhúsið á Birkivelli kl. 16.

Lesa meira

Hvar eru allir?

Á komandi árum og áratugum mun fjöldi þeirra sem greinast með heilabilunarsjúkdóma margfaldast. Ástæðan er ekki sú að um eiginlegan „faraldur“ sé að ræða heldur sú staðreynd að á næstu árum komast stórar kynslóðir eftirstríðsáranna á þann aldur að auknar líkur eru á að þeir greinist með heilabilunarsjúkdóm.

Lesa meira

Norðurorka Gætið komið til skerðingar hjá stórnotendum verði veturinn harður

„Ef við lendum í svipuðu kuldakasti seinna í vetur þá er útlitið á þann veg að við gætum þurft að skerða afhendingu á heitu vatni til stórnotenda, því þegar búið er að vera mjög kalt þá lækkar í svæðunum okkar og við getum ekki dælt eins miklu vatni úr þeim,“ segir Pétur Freyr Jónsson yfirvélfræðingur hjá Norðurorku. Heitavatnsnotkun eykst mjög á köldum dögum líkt og var um og fyrir síðustu helgi og álag á kerfið eykst.

Lesa meira

Um 500 umsóknir um aðstoð úr Velferðarsjóði Eyjafjarðarsvæðis

„Þetta verður mesta jólaúthlutun okkar frá upphafi,“ segir Herdís Helgadóttir formaður Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis. Rúmlega 500 umsóknir bárust um úthlutun í ár, heldur meira en var fyrir síðustu jól. Að auki verður sú upphæð sem hver og einn fær hækkuð sem þýðir að sjóðurinn þarf að safna meira fé en áður. Sjóðurinn er samstarfsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og nágrennis og Rauða krossins við Eyjafjörð.

Lesa meira

Mikil uppbygging í Þingeyjarsveit

Mikil uppbygging er i Þingeyjarsveit.Fjórar nýjar íbúðir voru afhentar  fyrir helgi, tvær í Reykjahlíð og tvær á Laugum. Framhald verður á húsbyggingum í sveitarfélaginum.

Lesa meira

Áramótabrennan að líkindum að Jaðri

Áramótabrenna Akureyringa verður að þessu sinni á Jaðri, en tillaga að leyfi vegna brennunnar hefur verið auglýst á vefsíðu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands.

Lesa meira

Tæknifræði í staðnámi við Háskólann á Akureyri

Raunverkefni tengd atvinnulífinu og hagnýt lokaverkefni

Lesa meira

Úthlutað úr Velferðarsjóði Þingeyinga

Sjóðurinn stendur höllum fæti

Lesa meira

Erfiðlega gengur að koma afurðum til kaupenda í Úkraínu

Margra kílómetra löng röð flutningabíla hefur verið við landamæri Póllands og Úkraínu undanfarnar vikur vegna aðgerða að undirlagi pólskra bílstjóra. Áætlað er að röðin hafi síðustu daga verið um 50 kílómetra löng og bílarnir í röðinni séu hátt í þrjú þúsund.

Lesa meira

Félagar í Búsögu gera upp gömul útihús í Saurbæ

„Við stefnum á að opna sýningu í Saurbæ á næsta ári,“ segir Sigurður Steingrímsson formaður Búsögu, búnaðarsögusafns sem er félag áhugafólks um söfnun og varðveislu dráttarvéla og annarra tækja sem tilheyra búnaðarsögunni. Félagsmenn hafa unnið hörðum höndum að því að gera upp gömul útihús við Saurbæ í Eyjafjarðarsveit , m.a. fjárhús í því skyni að koma þar fyrir gömlum dráttarvélum til sýnis. Unnið var að kappi um liðna helgi að koma dráttarvélunum inn í nýja sýningarsalinn og létu sjálfboðaliðar hörkufrost ekki hafa mikil áhrif á vinnugleðina.

Lesa meira