Fréttir

Gjaldfrjálsir leikskólar?

Þið gerðuð ykkur öll grein fyrir að gjaldfrjáls leikskóli á Akureyri þýðir allt að 21% hækkun á leikskólagjöldum 85,2% fjölskyldna í bænum. Er það ekki annars? Söguleg stund átti sér stað á þriðjudaginn síðastliðinn í bæjarstjórn Akureyrarbæjar. Meirihlutinn ákvað þar að gera leikskóla bæjarins „gjaldfrjálsa“ með framangreindum afleiðingum frá og með næstu mánaðarmótum. Skoðum aðeins hvað þetta þýðir í raun og veru.

Lesa meira

Flóra fær verkefnastyrk

Flóra, Menningarhús á Sigurhæðum á Akureyri hlaut verkefnastyrk úr jafnréttissjóði Forsætisráðuneytisins að upphæð 1,5 milljónir króna.

Lesa meira

Forsetinn hittir Gellur á Akureyri

Myndlistarhópurinn Gellur sem mála í bílskúr varð til á námskeiðinu „Fræðsla í formi og lit“ hjá Bryndísi Arnardóttur, Billu, myndlistarkonu á Akureyri sem lést árið 2022, langt fyrir aldur fram.

Lesa meira

Enn um skipulagsmál

Mér hefur orðið tíðrætt um skipulagsmál hér á Akureyri og hefur áhugi minn beinst helst að því að ég er ekki sáttur við mikla háhýsabyggð, sem mér hefur fundist stundum óþörf og illa ígrunduð hvað staðsetningu varðar t.d. þegar um er að ræða 7-8 hæða blokkir.

Lesa meira

Fiskidagurinn mikli: Úti er ævintýri

Fiskidagurinn mikli á Dalvík heyrir sögunni til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Stjórn samnefnds félags, sem stofnað var árið 2005 til að halda utan um samkomuhaldið, sendi frá sér.

Lesa meira

Byggir á gömlu góðu gildunum úr æsku sinni

Sögin ehf.  í Reykjahverfi hlaut á dögunum viðurkenningu frá Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki árið 2023. Þetta er sjötta árið í röð sem fyrirtækið fær þessa nafnbót.

Lesa meira

Bregðast þarf við alvarlegri stöðu

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar lýsir þungum áhyggjum yfir stöðu bænda og íslensks landbúnaðar og hvetur stjórnvöld til að bregðast strax við alvarlegri stöðu.

Gríðarlegar kostnaðarhækkanir á aðföngum og íþyngjandi vaxtakostnaður hefur gert það að verkum að afkomubrestur er í flestum greinum landbúnaðar segir í ályktun frá sveitarstjórn.
„Landbúnaður er ein af undirstöðuatvinnugreinum í sveitarfélaginu og er mikilvægt að matvælaframleiðslu séu skapaðar öruggar rekstraraðstæður til framtíðar.“

Mikil sóknarfæri eru í íslenskri matvælaframleiðslu hvort sem litið er til garðyrkju, kornræktar eða hefðbundins búskapar enda skiptir innlend matvælaframleiðsla miklu máli þegar kemur að fæðuöryggi þjóðarinnar ásamt því að vera ein af grunnstoðum búsetu í dreifðum byggðum.

Þar skiptir nýliðun í greininni höfuðmáli enda meðalaldur bænda hár, því skiptir höfuðmáli að bæta rekstrarskilyrði búa, afkomu bænda, viðunandi starfskilyrði og að fjármögnun vegna kaupa á búum sé hreinlega gerleg fyrir fólk sem vill stunda matvælaframleiðslu.

Lesa meira

Bærinn að hrekja okkur burtu af svæðinu

„Þetta mál er allt hið furðulegasta, vægast sagt, en við eigum eftir að bregðast við síðustu bókun skipulagsráðs,“ segir Hólmgeir Karlsson framkvæmdastjóri Bústólpa. Skipulagsráð Akureyrarbæjar fjallað um lóðina við Norðurtanga 7 og 9 á fundi sínum nýverið, en fyrir liggur að bæði Slippurinn Akureyri ehf. og Bústólpi ehf hafa óskað eftir sama svæði við Norðurtanga fyrir framtíðaruppbyggingu.

Lesa meira

Fjörtíu ár frá fyrsta stígnum

Stígar í skógarskjóli eru afar mikilvægt lýðheilsuverkfæri og verðmæt skógarafurð. Í haust hefur grisjunarfólk Skógræktarfélags Eyfirðinga unnið markvisst að því að breikka stíga í Kjarnaskógi svo snjótroðarinn nýi eigi greiðari leið þar um til hagsbóta fyrir göngu- og skíðaunnendur á komandi vetri.

Lesa meira

Klemma á byggingamarkaði meðan ástandið er erfitt

„Það er eitthvað til af nýjum óseldum íbúðum á Akureyri, staðan er þannig að  mikil óvissa er ríkjandi og margir halda að sér höndum,“ segir Heimir Kristinsson varaformaður Byggiðnaðar, félags byggingamanna. Mikill samdráttur er í fjölda nýrra framkvæmda og nam hann um 68% á milli ára á landsvísu að því er fram kemur í nýjustu talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Lesa meira