Bóngóður sjálfboðaliði heiðraður

Gunnar Frímannsson
Gunnar Frímannsson

Gunnar Frímannsson sjálfboðaliði Eyjafjarðardeildar fékk heiðursviðurkenningu sjálfboðaliða á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi fyrr í þessum mánuði. „Gunnar er jákvæður, traustur og afar bóngóður sjálfboðaliði,“ segir í umsögn um hann.

 Gunnar hefur verið sjálfboðaliði Rauða krossins í hartnær 24 ár. Á þeim tíma hefur hann tekið þátt í fjölmörgum verkefnum félagsins, má þar m.a. nefna flóttamannaverkefni, neyðarvarnir, íslenskuþjálfun og fataverkefni. Hann hefur jafnframt gegnt ýmsum trúnaðarstöfum fyrir félagið, en hann var í stjórn Rauða krossins á Íslandi 2006 – 2012, stjórn Akureyrardeildar Rauða krossins 2001 – 2006 og sem varamaður 2007 – 2012.

Hann var svo formaður Rauða krossins við Eyjafjörð 2017 – 2023. Hann hefur jafnframt setið í kjörnefnd Rauða krossins á Íslandi frá 2020

Nýjast