Niðurstaða hönnunarútboðs vegna stækkunar á SAk

Svona munu nýju legurdeildirnar líta út eða amk nálægt þessu. Mynd  Verkís
Svona munu nýju legurdeildirnar líta út eða amk nálægt þessu. Mynd Verkís

Nýr Landspítali (NLSH) hefur birt niðurstöðu í hönnunarútboði I2081 vegna nýs húsnæðis fyrir legudeild Sjúkrahússins á Akureyri (SAk). Hanna á nýbyggingu fyrir legudeildir í skurð- og lyflækningadeild og dag-, göngu- og legudeild fyrir geðdeild við núverandi húsnæði Sak. Gert er ráð fyrir að um 9.200 m2 nýbygging verði staðsett sunnan við núverandi byggingar og tengd eldra húsnæði.

Haldið var forval í lok sl. árs og komust fimm hönnunarteymi áfram. Valmódel lokaða útboðsins var tvískipt. Gæði tillögu gilti 60% og tilboðsverð hönnunarteymis 40% af heildareinkunn sbr. reglur útboðsins. Skipuð matsnefnd fór yfir gæðahlutann en í henni voru Kristján Þór Júlíusson sem var formaður, Ásthildur Sturludóttir, Helgi Davíð Ingason, Hildigunnur Svavarsdóttir og Lilja Stefánsdóttir. Áætlun NLSH um hönnunarkostnað var 779,5 m.kr. án vsk.

Hæsta heildarskor úr báðum matshlutum, 92,99, stig hlaut hópur Verkís en ásamt Verkís eru þar TBL arkitektar, JCA Ltd. og Brekke & Strand. Hópurinn er með kostnaðartilboð sem nemur 753,5 m.kr. eða 97% af kostnaðaráætlun.

Heildarniðurstaðan varð þessi:

Verkís        92,99 stig, 753,5 m.kr.

Mannvit     92,18 stig, 668,7 m.kr.

Tröð           76,27 stig, 685,5 m.kr.

Efla            75,00 stig, 621,6 m.kr.

Nordic       65,83 stig, 806,3 m.kr.

NLSH hefur kynnt bjóðendum niðurstöðuna og verkefnið verður nú unnið áfram í samræmi við lög nr. 120/2016 um opinber innkaup og lög nr. 84/2001 um skipan opinberra framkvæmda. Gert er ráð fyrir að verklegar framkvæmdir geti hafist með jarðvinnu árið 2025.

 

Nýjast