Fréttir

Sameining framhaldsskóla sett á ís

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur látið af áformum um að sameina átta framhaldsskóla í fjóra.

Lesa meira

Frost hannaði og setti upp nýtt frystikerfi í landvinnslu Þorbjörns hf. í Grindavík

Í lok október lauk Kælismiðjan Frost við uppsetningu og frágang á frystikerfi í bolfiksvinnslu sjávarútvegsfyrirtækisins Þorbjörns hf. í Grindavík. Með nýja kerfinu segir Jóhann Vignir Gunnarsson, sem hefur framleiðslu- og markaðsmál Þorbjörns hf. á sinni könnu, að opnist ýmsir nýir möguleikar fyrir fyrirtækið í framleiðslu og markaðssetningu sjávarafurða.

Lesa meira

Heimsókn á Iðnaðarsafnið frá Færeyjum

Í tengslum við Stelludaginn í s.l viku komu gestir  til bæjarins  frá Færeyjum og gerðu þeim víðreist  um bæinn skoðuðu m.a  Iðnaðarsafnið undir leiðsögn  Sigfúsar Ólafs Helgasonar safnsstjóra.

Lesa meira

Óæskilegt að greiða arð út úr félagi í uppbyggingarfasa sem fjármagnar sig með lántöku og hækkandi verðskrá

„Eyjafjarðarsveit hefur til fjölda ára bent stjórn Norðurorku á að sveitarfélagið telji óæskilegt að greiða arð út úr félaginu á meðan það er í viðamiklum uppbyggingarfasa sem þarf að fjármagna með lántöku og hækkandi verðskrám,“ segir í bókun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar.

Lesa meira

Munum grænu trektina þegar þar að kemur

Fólk er  líklega farið að velta fyrir sér laufabrauðsgerð enda styttist í jólin takk fyrir takk.  Norðurorka er með ágætis áminningu á heimasíðu fyrirtækisins.

Lesa meira

Kynningarfundur um líforkuver í Hörgársveit

Velheppnaður íbúafundur var haldinn í íþróttahúsinu á Þelamörk. fimmtudaginn 2. nóvember. Á fundinum var íbúum sveitarfélagsins Hörgársveitar kynntar hugmyndir um uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi. Fundurinn var vel sóttur, en um 70 manns hlýddu á Vigfús Björnsson skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins, Kristínu Helgu Schiöth verkefnastjóra líforkuvers hjá SSNE, og Karl Karlsson ráðgjafa verkefnisins. 

Lesa meira

dansmyndahátíðin Boreal í fjórða sinn

Fjórða útgáfa dansmyndahátíðarinnar Boreal fer fram 10. - 23. nóvember 2023. Hátíðin leggur undir sig hið alræmda Listagil á Akureyri þessar tæpu tvær vikur og fara sýningar fram í Listasafninu á Akureyri, Deiglunni og Mjólkurbúðinni.

Lesa meira

Sjómenn Samherja og ÚA taka þátt í rannsókn á einkennum sjóveiki

Sjómenn á togurum Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa taka þátt í viðamikilli rannsókn Hreyfivísindaseturs Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands á einkennum hreyfiveiki.

Fullkominn hátæknibúnaður til rannsókna á sjóveiki og annarri hreyfiveiki var fluttur til Akureyrar í tengslum við þátttöku sjómannanna.
Með sýndarveruleikatækni framkallar búnaðurinn hreyfingar sem eru svo raunverulegar að þátttakendur finna fyrir hreyfiveiki, eins og sjó- eða bílveiki.

Lesa meira

Þriðjudagsfyrirlestur: Kristín Elva Rögnvaldsdóttir – Að skapa list fyrir og eftir ME greiningu

Þriðjudaginn 7. nóvember kl. 17-17.40 heldur Kristín Elva Rögnvaldsdóttir, myndlistarkona, Þriðjudagsfyrirlestur í Ketilhúsinu undir yfirskriftinni Að skapa list fyrir og eftir ME greiningu. Í fyrirlestrinum mun hún fjalla um reynslu sína af listsköpun með og án vitneskju um að vera haldin taugasjúkdómnum ME. Eitt af helstu einkennum ME er yfirþyrmandi þreyta, oft í kjölfar andlegrar eða líkamlegrar áreynslu. Þegar Kristín Elva stundaði myndlistarnám var hennar stærsta hindrun öll þau ólíku einkenni sem eru í sjúkdómnum. Í dag notar hún listsköpunina til þess að milda einkenni sjúkdómsins.

Lesa meira

Bæjarráð styrkir kaup á hörpu

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að veita Sinfóníuhljómsveit Norðurlands afmælisstyrk upp á eina  og hálfa milljón króna til kaupa á nýrri hörpu. Harpan mun bæði nýtast í tónleikahald og til kennslu.

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fagnaði 30 ára afmæli fyrr í vikunni og var haldið upp á áfangann með því að flytja Óðinn til gleðinnar, 9. sinfóníu Beethovens í Hofi á sunnudag. Kaupin á hörpunni eru liður í því að minnast tímamótanna. Fram kemur hjá bæjarráði að Sinfóníuhljómveit Norðurlands sé og hafi verið eitt af flaggskipum menningarlífs á Norðurlandi.

 

Lesa meira