Fréttir

Norðurþing, í fréttum er þetta helst í desember

Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings skrifar

Lesa meira

Úthlutað úr Samfélagssjóði EFLU

Markmið Samfélagssjóðs EFLU er að styðja við framtak einstaklinga og hópa sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, auknum lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi

Lesa meira

Skál fyrir Vésteini er Jólalag Rásar 2 2023

Andrés Vilhjálmsson eða Addison Villa á Jólalag Rásar 2 árið 2023! Lagið heitir „Skál fyrir Vésteini” og féll greinilega í kramið hjá hlustendum Rásar 2. Lagið er eftir Andrés en textinn eftir Ragnar Hólm Ragnarsson.

Til hamingju Andrés og já, skál fyrir Vésteini!

Lesa meira

Vilji og skilningur á mikilvægi þess að efla list- og verkgreinakennslu í grunnskólum Akureyrar

Grunnskólar Akureyrarbæjar uppfylla jafnaði viðmiðunarstundaskrá þegar kemur að kennslu í list– og verkgreinum samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla en í sumum greinanna tekst þó ekki að uppfylla viðmið í öllum árgöngum þrátt fyrir útsjónarsemi og hagræðingu í skólastarfi. Þetta á einna helst við um tónmennt og dans þó smíðar og heimilisfræði hafi einnig verið nefnt. Helsta ástæða þess er skortur á fagmenntuðum kennurum m.a. vegna mikillar samkeppni á vinnumarkaði. Þetta kemur fram í samantekt fræðslu- og lýðheilsusviðs um kennslu og umgjörð list- og verknáms í grunnskólum á Akureyri og kynnt hefur verið í fræðslu- og lýðheilsuráði. Ráðið mun nú meta stöðuna og mögulega setja fram tillögur um aðgerðir í þeim tilgangi að auka vægi list- og verkgreina í starfi skólanna.

Lesa meira

Endurskipulagning Akureyrarvallar

Meirihluti skipulagsráðs Akureyrarbæjar hefur falið skipulagsfulltrúa að hefja samtal við Arkitektafélag Íslands varðandi útfærslu á hönnunarsamkeppni fyrir endurskipulagningu á Akureyrarvelli.

Lesa meira

Stuðningur HN við hjartaþræðingar á SAk

Aðalfundur Hjartaverndar Norðurlands var haldinn á dögunum [þann 26. okt. síðast liðinn]. Auk venjulegra aðalfundarstarfa ræddu fundarmenn við hjartalækni um stöðuna í baráttunni við hjartasjúkdóma. Miklar framfarir hafa orðið í hjartalækningum síðustu áratugi og sú bragarbót sem orðið hefur á lífsstíl þjóðarinnar, einkum með minni tóbaksreykingum, hefur leitt til færri dauðsfalla og örkumla af völdum hjartasjúkdóma. Mikið verk er þó óunnið og mun hækkandi meðalaldur þjóðarinnar og  þyngdaraukning birta nýjar áskoranir í forvörnum, lækningum og umönnun hjartasjúklinga.

Lesa meira

Sífellt fleiri ná ekki endum saman og leita aðstoðar hjá Matargjöfum

„Ástandið hefur aldrei verið eins slæmt og núna, það er vaxandi neyð í samfélaginu og því miður alltof margir sem þurfa á aðstoð að halda,“ segir Sigrún Steinarsdóttir sem heldur utan um félagið Matargjafir á Akureyri og nágrenni.

Lesa meira

Eyjafjarðarbraut vestri færð austur fyrir Hrafnagil

Á heimasíðu Vegargerðarinnar er sagt ítarlega  frá gangi mála við lagningu nýs vegar  við Hrafnagil, en eins og kunnugt er og blaðið sagði frá á sínum tíma verður hinn nýji vegur fyrir austan ört stækkandi byggðina við Hrafnagil.  Stefnt er að verklokun í júlí n.k sumar.

Frásögnin á áðurnefndri síðu Vegagerðar er hér á eftir:

Lesa meira

Áhöfn Kaldbaks EA 1 hélt litlu jólin í gær. „Kokkurinn fór gjörsamlega á kostum“

Áhafnir fiskiskipa Samherja hafa undanfarna daga haldið í þann góða sið að halda upp á litlu jólin, þar sem borð svigna undan kræsingum. Slíkar veislur kalla eðlilega á góðan undirbúning kokkanna, sem undirbúa innkaup aðfanga vel og vandlega áður en veiðiferðin hefst.

Sérstakur hátíðarmatseðill var útbúinn, rétt eins og á góðum veitingahúsum.

Lesa meira

Opnun tilboða vegna hönnunar á nýrri legudeild sjúkrahússins á Akureyri

Opnuð hafa verið tilboð vegna þátttöku í hönnun á nýrri legudeild sjúkrahússins á Akureyri (SAk). Verkefnið felur í sér hönnun á 9.200 m2 nýbyggingu ásamt lóðarhönnun og aðkomu að deiliskipulagsbreytingu.

Gert er ráð fyrir að nýbygging verði staðsett sunnan við núverandi byggingar á lóð SAk og tengd núverandi húsnæði.

Á þriðja tug aðila, sem mynda sex hópa, sendu inn þátttökutilkynningu. Í framhaldinu verða fimm hópar valdir til þátttöku í útboðinu þegar forvalsnefnd hefur metið innsend gögn.

Ef niðurstaða lendir á jöfnu mun fulltrúi sýslumanns draga út þann hóp sem ekki fær boð um að taka þátt í útboðinu.

• Arkþing Nordic
1. Exa nordic
2. Lota ehf.
3. Myrra hljóðstofa
4. Líf byggingar
• EFLA
1. ASK arkitektar
2. Ratio arkitekter
• Mannvit
1. Arkís arkitektar
• Verkís
1. TBL arkitektar
2. JCA Ltd
3. Brekke & Strand
• VSÓ ráðgjöf
1. Hornsteinar arkitektar
2. Brunahönnun
3. Brekke & Strand
4. Niras
• Teiknistofan Tröð
1. Teknik verkfræðistofa
2. TKM hönnun
3. Örugg verkfræðistofa
4. Hljóðvist
Lesa meira