Fréttir

Samstarfssamningur Þórs/KA og Greifans og samið við leikmenn

Pennar voru á lofti á Greifanum í gærkvöldi þegar stjórn kvennaráðs Þór/KA og Arinbjörn Þórarinsson fyrir hönd Greifans skrifuðu undir samstarfssamning til þriggja ára.  Við þetta sama tilefni framlengdu þrír leikmenn Þór/KA samninga sína við liðið.

Lesa meira

70 ár frá því að fyrstu sjúklingarnir innrituðust á Sjúkrahúsið á Akureyri

Fimm árum eftir að sjúkrahúsbyggingin var fullgerð komu fyrstu sjúklingarnir í hús.
Lesa meira

Fjölmenni fagnaði með sextugum Þelamerkurskóla

„Það skiptir sannarlega máli fyrir byggðalagið að hafa öflugan skóla og sveitarfélagið hlúir vel að skólamálum. Fjöldi aðstandenda og velunnara sem mætir á viðburði í skólanum og dvelur við, gefur til kynna að fólki þykir vænt um Þelamerkurskóla og mín tilfinning er sú að skólinn njóti velvildar í samfélaginu. Það er auk þess mjög ánægjulegt að sjá sveitunga sem eiga hvorki börn né barnabörn í skólanum sækja viðburði og sýna skólanum áhuga,“ segir Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skólastjóri Þelamerkurskóla í Hörgársveit. Skólinn fagnaði 60 ára afmæli sínum með pompi og prakt í liðinni viku, en afmælisdagurinn er 5. desember.

Lesa meira

Íshokkíkona og íshokkíkarl hokkídeildar 2023

Íshokkíkona og íshokkíkarl hokkídeildar Skautafélags Akureyrar árið 2023 eru þau Amanda Ýr Bjarnadóttir leikmaður meistaraflokks kvenna og U18 og Jakob Ernfelt Jóhannesson markmaður í meistaraflokki karla og afís þjálfari. 

Lesa meira

Aðventugöngu Einars Skúlasonar lýkur í dag

Einar Skúlason göngugarpur sem er að ganga gömlu póstleiðina frá Seyðisfirði til Akureyrar er væntanlegur á bæjarins í dag fimmtudag.   Reiknað er með að hann verði við Leirunesti um kl.18:00.  Þar verður hægt að taka á móti Einari og ganga með honum að Ráðhústorgi þar sem göngunni lýkur. 

Óhætt er að segja að vel hafi tekist og Einar klárar  í dag þessa 270 km sem leiðin er.

Eins og fram hefur komið er gangan  til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis og hefur söfnun henni samhliða gengið mjög vel.

Fyrir fólk sem vill leggja söfnun þessari lið koma hér upplýsingar:

Greiðslur fara þannig fram að millifært er á eftirfarandi reikning í eigu Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis: rn:0302-13-301557  kt:520281-0109

 

Lesa meira

easyJet hefur sölu á flugi næsta vetur

Breska flugfélagið easyJet hefur hafið sölu á flugferðum til Akureyrarflugvallar frá London Gatwick í október og nóvember á næsta ári. Flugfélagið hóf beint flug til Norðurlands í október síðastliðnum og er með ferðir á áætlun tvisvar í viku út mars, á þriðjudögum og laugardögum. Stefnt er að flugi sama tímabil næsta vetur og mun félagið setja fleiri mánuði í sölu þegar nær dregur.

 Viðtökurnar á fluginu hafa verið góðar, bæði á Bretlandi og á Íslandi og afar ánægjulegt að nú sé hægt að bóka beint flug til og frá London með svo löngum fyrirvara. Sætanýting hefur verið samkvæmt áætlunum og lendingar á Akureyrarflugvelli gengið mjög vel.

 Norðlenskri ferðaþjónustu gefst nú gott tækifæri til að undirbúa sig vel fram í tímann en alla jafna er gisting bókuð með löngum fyrirvara og það sama á við um ýmsa afþreyingu. Norðlensk ferðaþjónustufyrirtæki hafa verið öflug í markaðssetningu á breskum miðlum og þá sér í lagi samfélags- og vefmiðlum, sem mun einnig skila sér áfram inn í næsta vetur. Þá hafa mörg ferðaþjónustufyrirtæki í landshlutanum tekið eftir því að fleiri Bretar eru á ferðinni en áður og áhrifin af þessu beina flugi því strax farin að sjást.

„Áframhaldandi flug easyJet næsta vetur til Akureyrarflugvallar frá Gatwick í London er mikið fagnaðarefni. Bókanir á fluginu sem hófst í lok október hafa farið vel af stað og nýting verið í takt við áætlanir. Flug beint norður býður nýjan valkost í flugi til Íslands og skapar tækifæri til uppbyggingar á vetrarferðaþjónustu. Þessi þróun er í takti við áherslur um dreifingu ferðamanna um landið og ánægjulegt að margra ára samstarf um uppbyggingu millilandaflugs sé að skila þeim árangri að easyJet leggi nú af stað með áætlun næsta vetrar, “ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.

„Það er mikið ánægjuefni að easyJet hafi nú þegar hafið sölu á flugferðum milli Akureyrarflugvallar og London Gatwick fyrir næsta vetur,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla.

„Það verður afskaplega gaman að taka á móti easyJet og öðrum flugfélögum á Akureyrarflugvelli á næsta ári. Viðbyggingin við flugstöðina verður tilbúin í júlí og við enn betur í stakk búin til að þjónusta flugfélögin og farþega þeirra.“

Lesa meira

Hátíð síma og friðar – 8 atriði um skjátíma og jólin

Þegar skammdegið fer að nálgast

og fólkið laðast að skjám

og PISA könnunin boðar komu sína á ný.

Þá snjórinn fellur á bergmálshella

og skjáfíklar verða til,

í leikjum barnanna sem að bíða jólanna.

Lesa meira

Alli í Sjöfn fallinn frá

Lesa meira

Hafnasamlag Norðurlands styrkir Hollvinasamtökum sjúkrahússins

Hafnasamlag Norðurlands afhenti Hollvinasamtökum sjúkrahússins 1 mkr styrk í gær miðvikudag.  ,,Það er okkur sönn gleði að geta styrkt öflugt starf Hollvina SAk  með þessum hætti, öflugt sjúkrahús er ómetanlegt  fyrir  svæðið" sagði Sigurður Pétur Ólafsson hafnastjóri. 

Lesa meira

Vonast til að opna skíðasvæðið í Hlíðarfalli í lok næstu viku

Síðastliðna mánuði hefur starfsfólk unnið hörðum höndum við að undirbúa vetraropnun og stefnan verið sett á opnun föstudaginn 15. desember eða fyrr ef aðstæður leyfa. Því miður hefur vetur konungur látið lítið á sér bera og þrátt fyrir kulda, er ljóst að töluvert meiri snjó þarf til þess að opna fjallið. Eftir að hafa farið vandlega yfir aðstæður og horfur næstu daga þá sjáum við okkur ekki annað fært en að seinka opnun um viku, eða til föstudagsins 22.desember. Með þessu vonumst við til þess að geta framleitt meiri snjó og að sjálfsögðu að náttúran vinni með okkur og við fáum hvíta gullið sem fyrst í fjallið 

Lesa meira