Fréttir

Leikfélag Hörgdæla setur upp Bróðir minn Ljónshjarta

Leikfélag Hörgdæla hefur ákveðið að setja upp Bróðir minn Ljónshjarta í leikstjórn Kolbrúnar Lilju Guðnadóttur og stefnt er að því að frumsýna í mars. Það hefur lengi verið áhugi fyrir því innan félagsins að setja þetta verk upp og nú er loksins komið að því. 

Bróðir minn Ljónshjarta er eftir Astrid Lindgren. Astrid er einn þekktasti barnabókahöfund heims en hennar þekktustu verk eru bækurnar um Línu langsokk, Emil í Kattholti, Ronju ræningjadóttur og Kalla á þakinu. Sagan segir frá bræðrunum Karli og Jónatan sem hittast aftur, eftir stutta jarðneska dvöl, í landinu Nangijala, þar sem sögur eru sagðar við varðeldana. Lífið í Kirsuberjadal mótast af grimma Riddaranum Þengli, sem ásamt eldspúandi drekanum Kötlu ræður þar ríkjum og valda þau skelfingu hvar sem þau koma. Karl og Jónatan, sem kallaðir eru bræðurnir Ljónshjarta, ákveða að berjast við hinn grimma Þengil og svartklæddu Riddarana hans.

Leikfélag Hörgdæla sýnir ávallt sínar sýningar í félagsheimilinu Melum í Hörgársveit. Í vetur verður engin breyting á því. 

„Við erum alveg ótrúlega spennt fyrir þessari uppfærslu og mikill hugur í fólki. Síðustu tvö ár eftir Covid höfum við sett upp tvær frábærar sýningar, Í fylgd með fullorðnum og Stelpuhelgi og viðtökurnar við þeim voru hreint út sagt frábærar. Vonandi höldum við áfram á þeim nótum með þessari sýningu.“ segir Fanney Valsdóttir formaður leikfélagsins. 

Kolbrún Lilja Guðnadóttir mun leikstýra verkinu en hún hefur mikla reynslu úr leiklistarheiminum og leikstýrði Fólkinu í blokkinni hjá Freyvangsleikhúsinu síðasta vetur. Þetta er í fyrsta skipti sem hún leikstýrir hjá Leikfélagi Hörgdæla en þó ekki í fyrsta skipti sem hún kemur á Mela þar sem hún lék í Gauragangi árið 2019. „Þetta er óneitanlega mikil áskorun, ég hef alveg síðan ég fór fyrst í leikhús á Bróðir minn Ljónshjarta árið 1998 verið ótrúlega hrifin af þessu verki. Ég lék í því árið 2014 og er nú að leikstýra því og spenningurinn er mikill“ segir leikstjórinn Kolbrún Lilja. 

Leikfélagið ætlar að vera með vinnustofur fyrir Bróðir minn Ljónshjarta. Vinnustofurnar munu fara fram fimmtudaginn 30. nóvember frá kl. 20:00 fyrir allan aldur og síðan sunnudaginn 3. desember frá 15:00-18:00 sem eru ætlaðar eru fyrir 10-16 ára. Skráning í vinnustofurnar fara fram á heimasíðu leikfélagsins, leikhorg.is.

 

Lesa meira

Vilt þú taka Sögu Akureyrar í þínar hendur? Nú er lag!

Í tilefni af Evrópsku nýtnivikunni gefst bæjarbúum nú tækifæri á að eignast 4. og 5. bindi af Sögu Akureyrar sér að kostnaðarlausu. Verið er að jafna lagerstöðu á bókaflokknum og ætlar Akureyrarbær því að gefa eintök af síðustu tveimur bindunum sem saman ná yfir árin 1919 til 1962. Bækurnar verður hægt að nálgast á Amtsbókasafninu í Evrópsku nýtnivikunni, frá 20.-26. nóvember.

Verið velkomin á Amtsbókasafnið og takið Sögu Akureyrar í ykkar hendur.

Lesa meira

Eining-Iðja - Hús félagsins í Húsafelli tekið frá fyrir Grindvíkinga

Á heimasíðu Einingar Iðju kemur fram að  stjórn félagsins hafi ákveðið að svara kalli frá stjórnvöldum sem fóru þess á leit við stéttarfélög að þau lánuðu orlofsíbúðir  til  Grindavíkinga  sem standa upp i heimilislausir  í kjölfar jarðhræringa þar um slóðir.  

Húsið verður a.m.k í láni til 3 janúar n.k.

Stjórn Einingar - Iðju  vonast til þess að félagsfólk sýni þessari ákvörðun skilning og telur það ,, afar mikilvægt að stéttarfélög og önnur félagasamtök sem geta leggi sitt af mörkum til að aðstoða íbúa Grindavíkur eins og frekast er unnt" eins  og   segir í tilkynningu sem birt er á heimasíðu félagsins. 

 

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri - Stúdentar við Auðlindadeild hlutu styrki úr Nýsköpunarsjóði námsmanna

Við Auðlindadeild Háskólans á Akureyri eru margvíslegar rannsóknir í gangi í góðu samstarfi við fjölbreytta aðila. Nú á dögunum komu út lokaskýrslur vegna tveggja stórra rannsókna sem fengu styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna hjá Rannís og stúdentar unnu að síðastliðið sumar. „Bæði verkefnin voru mikilvægur liður í að styrkja öflugt samstarf við atvinnulíf, með áherslu á aukna verðmætasköpun og bætta nýtingu auðlinda,“ segir Rannveig Björnsdóttir, dósent við Auðlindadeild sem var leiðbeinandi í báðum verkefnum. 

Lesa meira

Íbúafundur Þróunarfélags Hríseyjar

Nýstofnað Þróunarfélag Hríseyjar hélt sinn fyrsta íbúafund um liðna helgi en Ásrún Ýr Gestsdóttir verkefnastýra verkefnisins Áfram Hrísey segir efni hans hafa verið að skapa  sameiginlegan skilning á tækifærum og ógnum og hvernig ólík félög geta unnið að sameiginlegum hagsmunum.

Lesa meira

„Ég er bara föðmuð og kysst hvar sem ég fer“

Hefur komið upp frískáp á Húsavík til að sporna við matarsóun

Lesa meira

Ekki er ein báran stök - Ragnar Sverrisson skrifar

Ekki er annað sýnna en að Akureyri verði brátt þeim örlögum að bráð að geta hvorki boðið upp á náðhús eða líkhús.

Lesa meira

Skógræktarfélag Eyfirðinga Sjötíu ár frá því sala jólatrjáa hófst

Skógræktarfélag Eyfirðinga bauð lifandi jólatré til sölu í fyrsta sinn fyrir jólin árið 1953, þannig að félagið fagnar því nú í ár að 70 ár eru frá því byrjað var að selja fólki lifandi jólatré til að skreyta híbýli sín. Einnig voru fyrir jólin 1953 til sölu greinar af jólatrjám. Á þessum tíma hafði jólatrjáhefðin stigið sín fyrstu skref, hrífusköft voru skreytt með birki eða eini greinum, gjarnan smíðuð af hagleiksfólki og voru víða til en höfðu ekki enn skapað sér hefð í jólahaldi Íslendinga.

Lesa meira

Góð þátttaka í kjarakönnun meðal eldri borgara á Akureyri

„Þetta eru mjög skýr skilaboð og gott veganesti fyrir okkur í komandi viðræðum um kjaramál eldri borgara,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Kjarahóps Félags eldri borgara á Akureyri, Ebak. Hópurinn kynnti niðurstöðu kjarakönnunar sem gerð var meðal félagsmanna í október. Alls svöruðu tæplega 800 manns könnuninni eða um 47% þeirra sem voru í úrtaki.

Lesa meira

Bókin Oddeyri, saga hús og fólk.

Kristín Aðalsteinsdóttir og Arnór Bliki Hallmundsson sendu frá sér bókina Oddeyri, Saga, hús og fólk á liðnu sumri. Fjölmenni mætti í útgáfuhóf sem efnt var til í Oddeyrarskóla og segja þau mætingu hafa farið fram úr björtustu vonum. Viðtökur hafi verið góðar, mikil og góð sala, einkum fyrstu vikur eftir útkomu. „Við stefnum á að taka fullan þátt í „jólabókaflóðinu,“ segja þau og eru glöð með hvað fólk er  almennt ánægt með bókina og framtakið.

Lesa meira